Starfslýsing kennarans Davíð Már Sigurðsson skrifar 17. október 2024 07:02 Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar