Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson, Baldur Borgþórsson og Kári Allansson skrifa 14. október 2024 08:46 Það má með sanni segja að dregið hafi til tíðinda á hinum pólitíska vettvangi í þessari viku þegar nýstofnaður flokkur, Lýðræðisflokkurinn, kynnti tólf helstu áherslumál sín á blaðamannafundi. Efst á verkefnalista er málefni sem varðar nær öll heimili landsins og velflest fyrirtæki landsins að auki: Okurvextir í skjóli stýrivaxta sem kristallast hvað best í einföldum samanburði íbúðarlána hér á landi og sambærlegum lánum í nágrannalöndum okkar. Munurinn er sláandi: Fjölskylda kaupir sér heimili fyrir 80 milljónir, sem í dag er lægsta verð á nýlegri þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, greiðir 20% útborgun, 16 milljónir og tekur 64 milljóna lán fyrir eftirstöðvum. Í nágrannalöndum okkar er mánaðarleg greiðslubyrði af slíku láni 250 þúsund krónur. Hér á landi er mánaðarleg greislubyrði af nákvæmlega sama láni rétt um 600 þúsund krónur! Já, þú last rétt - 250 þúsund í nágrannalöndum okkar, 600 þúsund hér. Í ljósi þessa samanburðar skyldi því engan undra að hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja sem hér starfa og veita umrædd lán séu að nálgast 500 milljarða fyrir síðustu þrú ár! Fimm hundruð þúsund milljónir. Hvernig má þetta vera er spurt og svarið er einfalt: Hér á landi er rekinn peningamálastefna með leikreglum sem eru allar sniðnar eftir óskum stærstu fjármagnseigenda landsins. Slík peningamálastefna er einstök á heimsvísu, þekkist hvergi annarsstaðar á byggðu bóli og sérstaklega ekki í nágrannalöndum okkar. Það er því með stolti sem greinarhöfundar kynna tólf megin áherslumál síns nýstofnaða flokks þar sem fyrsta mál á dagskrá er að tryggja heimilum landsins og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar: Fjölskyldur hér borgi framvegis 250 þúsund krónur, ekki 600 þúsund. Það munum við gera með einföldum hætti - hratt og vel: Með lagasetningum munum við breyta leikreglum peningamálastefnu landsins til samræmis við þær leikreglur sem gilda í nágrannalöndum okkar. Einfalt - Auðvelt - Áhrifaríkt Tólf megin áherslumál Lýðræðisflokksins Með breytingum á leikreglum íslensks peningamarkaðar verði almenningi og fyrirtækjum tryggð sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessum hætti tryggjum við áður óþekktan stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla. Fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður með markvissum hætti. Samtímis verði umsvif ríkisins dregin stórlega saman og skattar, tollar og opinber gjöld lækki í kjölfarið. Öll fjármálaumsýsla ríkisins verði endurskoðuð til ábyrgðar, sparnaðar og hagræðingar. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Fjárframlög til óhagnaðardrifinnar starfsemi á sviði menningar, lista og íþrótta verði ákveðin af skattborgurum í stað stjórnmálamanna með því að veita skattafslátt af slíkum framlögum. Telji menn þörf á að færa til fjármuni á milli borgara geta þeir nýtt til þess félög til almannaheilla í stað þess að ríki beiti valdi við slíkar tilfærslur. Tryggja verður sjálfbæra og arðbæra nýtingu allra náttúruauðlinda. Aðgangstakmarkanir eru því óhjákvæmilegar. Ríkið sem eigandi náttúruauðlinda innheimti gjöld sem tryggi eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna. Ríkið standi ekki í vegi fyrir olíuleit í efnahagslögsögu Íslands. Einstaklingsfrelsi er kjarninn í stefnu Lýðræðisflokksins. Við lagasetningu skal ávallt spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Horfið verði frá áformum um borgarlínu og önnur verkefni sem hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum. Einkaframtak verði nýtt til að greiða fyrir samgöngum og tryggja öryggi vegfarenda. Sundabraut fái forgang um framkvæmd. Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólagjöld, sem endurspegla raunverulegan kostnað, verði innheimt á háskólastigi. Auka þarf aðgengi að verknámi. Skerðingar á lífeyri vegna tekna verða afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Tekið verði fastar á glæpamönnum með þyngri refsingum fyrir ofbeldisglæpi og betri fjármögnun og heimildum lögreglu. Full stjórn á landamærunum. Hæliskerfið verður lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem brjóta af sér verði brottvísað. Með vinsemd og virðingu , Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Kári Allansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að dregið hafi til tíðinda á hinum pólitíska vettvangi í þessari viku þegar nýstofnaður flokkur, Lýðræðisflokkurinn, kynnti tólf helstu áherslumál sín á blaðamannafundi. Efst á verkefnalista er málefni sem varðar nær öll heimili landsins og velflest fyrirtæki landsins að auki: Okurvextir í skjóli stýrivaxta sem kristallast hvað best í einföldum samanburði íbúðarlána hér á landi og sambærlegum lánum í nágrannalöndum okkar. Munurinn er sláandi: Fjölskylda kaupir sér heimili fyrir 80 milljónir, sem í dag er lægsta verð á nýlegri þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, greiðir 20% útborgun, 16 milljónir og tekur 64 milljóna lán fyrir eftirstöðvum. Í nágrannalöndum okkar er mánaðarleg greiðslubyrði af slíku láni 250 þúsund krónur. Hér á landi er mánaðarleg greislubyrði af nákvæmlega sama láni rétt um 600 þúsund krónur! Já, þú last rétt - 250 þúsund í nágrannalöndum okkar, 600 þúsund hér. Í ljósi þessa samanburðar skyldi því engan undra að hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja sem hér starfa og veita umrædd lán séu að nálgast 500 milljarða fyrir síðustu þrú ár! Fimm hundruð þúsund milljónir. Hvernig má þetta vera er spurt og svarið er einfalt: Hér á landi er rekinn peningamálastefna með leikreglum sem eru allar sniðnar eftir óskum stærstu fjármagnseigenda landsins. Slík peningamálastefna er einstök á heimsvísu, þekkist hvergi annarsstaðar á byggðu bóli og sérstaklega ekki í nágrannalöndum okkar. Það er því með stolti sem greinarhöfundar kynna tólf megin áherslumál síns nýstofnaða flokks þar sem fyrsta mál á dagskrá er að tryggja heimilum landsins og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar: Fjölskyldur hér borgi framvegis 250 þúsund krónur, ekki 600 þúsund. Það munum við gera með einföldum hætti - hratt og vel: Með lagasetningum munum við breyta leikreglum peningamálastefnu landsins til samræmis við þær leikreglur sem gilda í nágrannalöndum okkar. Einfalt - Auðvelt - Áhrifaríkt Tólf megin áherslumál Lýðræðisflokksins Með breytingum á leikreglum íslensks peningamarkaðar verði almenningi og fyrirtækjum tryggð sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Með þessum hætti tryggjum við áður óþekktan stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla. Fjárlög verði hallalaus og skuldir ríkisins greiddar niður með markvissum hætti. Samtímis verði umsvif ríkisins dregin stórlega saman og skattar, tollar og opinber gjöld lækki í kjölfarið. Öll fjármálaumsýsla ríkisins verði endurskoðuð til ábyrgðar, sparnaðar og hagræðingar. Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Árétta verður tvíeðli íslensks réttar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Hafna ber orkupökkum ESB. Fjárframlög til óhagnaðardrifinnar starfsemi á sviði menningar, lista og íþrótta verði ákveðin af skattborgurum í stað stjórnmálamanna með því að veita skattafslátt af slíkum framlögum. Telji menn þörf á að færa til fjármuni á milli borgara geta þeir nýtt til þess félög til almannaheilla í stað þess að ríki beiti valdi við slíkar tilfærslur. Tryggja verður sjálfbæra og arðbæra nýtingu allra náttúruauðlinda. Aðgangstakmarkanir eru því óhjákvæmilegar. Ríkið sem eigandi náttúruauðlinda innheimti gjöld sem tryggi eðlilegt endurgjald fyrir nýtinguna. Ríkið standi ekki í vegi fyrir olíuleit í efnahagslögsögu Íslands. Einstaklingsfrelsi er kjarninn í stefnu Lýðræðisflokksins. Við lagasetningu skal ávallt spyrja lykilspurningarinnar: Er einstaklingsfrelsi aukið eða minnkað með þessum lögum? Horfið verði frá áformum um borgarlínu og önnur verkefni sem hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlunum. Einkaframtak verði nýtt til að greiða fyrir samgöngum og tryggja öryggi vegfarenda. Sundabraut fái forgang um framkvæmd. Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð með skynsamlegri blöndu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólagjöld, sem endurspegla raunverulegan kostnað, verði innheimt á háskólastigi. Auka þarf aðgengi að verknámi. Skerðingar á lífeyri vegna tekna verða afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Tekið verði fastar á glæpamönnum með þyngri refsingum fyrir ofbeldisglæpi og betri fjármögnun og heimildum lögreglu. Full stjórn á landamærunum. Hæliskerfið verður lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Innheimt verði komugjald af ferðamönnum. Útlendingum sem brjóta af sér verði brottvísað. Með vinsemd og virðingu , Arnar Þór Jónsson Baldur Borgþórsson Kári Allansson
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun