Að bjarga mannslífi Högni Óskarsson skrifar 10. október 2024 10:33 Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun