Sameiginlegt verkefni okkar allra Ingibjörg Isaksen skrifar 10. október 2024 10:01 Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Í vikunni lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Þetta er í annað sinn sem tillagan er lögð fram, nú með nokkrum breytingum sem byggðar eru á góðri þróun, þar sem starfshópur á vegum Lífsbrúar hjá embætti landlæknis hefur tekið til starfa. Málið snertir okkur öll sem samfélag. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á aðstandendur, fjölskyldur og samfélagið í heild. Áhrifin teygja anga sína víða en samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni verða að meðaltali 135 einstaklingar fyrir áfalli eða samskonar áhrifum í kjölfar sjálfsvígs eins einstaklings. Talið er að um sex þúsund manns verði fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári hér á landi. Sjálfsvíg eru því ekki einungis persónulegur harmleikur, heldur verkefni sem við berum öll ábyrgð á að vinna með virkum hætti. Þegar andlát á sér stað, er það rannsakað til að gera grein fyrir dánarmeini. Rannsóknir lögreglu og héraðslækna fara fram til að ákveða hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða ekki. Sjálfsvíg eru ekki rannsökuð afturvirkt þar sem undanfari þeirra er skoðaður í þaula í leit að þáttum sem komu einstaklingnum í það hugarástand sem hann var í við andlátið. Nauðsynlegt er að slík rannsókn fari fram með þeim hætti að fara afturvirkt yfir lýðfræðilegar breytur, aðstæður, atburði og möguleg áföll sem einstaklingurinn upplifði í undanfara sjálfsvígs eða dauðsfall vegna óhappaeitrunar. Þá er m.a. átt við brottfall úr skóla, atvinnumissi eða langvarandi atvinnuleysi, sambandsslit, makamissi, ofbeldi, neyslu vímugjafa og hvað annað sem getur haft áhrif. Starfshópur á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, hefur þegar hafið mikilvæga vinnu við að rannsaka afturvirkt mögulegt orsakaferli og áhrifaþætti sem geta verið viðvarandi í lífi einstaklinga í undanfara sjálfsvígs og óhappaeitrana. Þessi rannsókn er metnaðarfull og mikilvæg í áframhaldandi vinnu okkar við að bæta forvarnir og myndun fyrirbyggjandi aðgerða í þeirri von að geta komið í veg fyrir andlát af þessu tagi. Markmið tillögunnar er að styðja starfshópinn í vinnu sinni við að afla nauðsynlegra gagna og uppsetningu þeirra svo að rannsóknin skili árangri, sem nýtist til framtíðar, við að ná til einstaklinga í áhættuhópum og öðlast betri skilning á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Í lok rannsóknarinnar skal starfshópurinn skila skýrslu til ráðherra með viðeigandi tölfræði og tillögum að aðgerðum, bæði fyrirbyggjandi og í forvarnarstarfi. Einnig þarf að tryggja að hægt verði að skoða ofangreindar breytur reglulega og á aðgengilegan hátt svo að hægt sé meta árangur aðgerða. Í kjölfar þessarar vinnu verði ákveðið hvort koma eigi á fót sambærilegum starfshópi eða rannsóknarnefnd, sem væri varanlegur liður innan stjórnsýslunnar. Mikilvægi tillögunnar Þingheimur hefur allur sameinast á bak við tillöguna, þvert á flokka, sem sýnir fram á mikilvægi hennar. Það er fáheyrt að slíkur stuðningur myndist um þingsályktunartillögu þingmanns, og fyrir það er ég þakklát. Gagnaöflun af þessu tagi þarf að vera yfirgripsmikil svo hægt sé að gefa heildræna mynd af orsakaferlum, vinna árangursríkar forvarnir og greina áhættuhópa í samfélaginu, þ.e. þá hópa sem líklegri eru til að upplifa sjálfsvígshugsanir, gera tilraun til sjálfsvígs eða deyja í sjálfsvígi eða sökum óhappaeitrunar, umfram hefðbundnar breytur á borð við kyn, aldur og búsetu. Það er mikilvægt að öll gögn sem safnað er séu sett fram á skýran og aðgengilegan hátt svo þau nýtist við að stýra stefnumörkun. Við verðum að horfa á málið með opnum hug og viðurkenna að sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru oft niðurstaða margra flókinna þátta sem þarf að greina og skilja til hlítar. Með betri skilningi á orsakaferlum og helstu áhrifaþáttum er hægt að styðja betur við þá sem eiga við andlega erfiðleika að stríða, og gera viðeigandi ráðstafanir áður en hættan á sjálfsskaða eykst. Þetta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að tryggja að einstaklingar í áhættuhópum fái þá aðstoð sem þeir þurfa til að ná jafnvægi í lífi sínu og komast í gegnum erfiðleikatímabil. Við viljum alltaf gera betur Það er ljóst að við höfum öfluga aðila í samfélaginu okkar sem vinna dag hvern að því að bæta líðan fólks og grípa inn í þar sem þörfin er mest. Við höfum marga sem starfa af heilum hug að geðheilbrigðismálum, sjálfsvígsforvörnum og stuðningi við aðstandendur. Það er nauðsynlegt að þessi vinna verði áfram efld og að við höldum áfram að vera vakandi fyrir leiðum til að bæta geðheilbrigði og lýðheilsu í samfélaginu. Við verðum að sýna samstöðu, hlúa að þeim sem þurfa á hjálp að halda og tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum erfiða tíma. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra. Ég vona að sú vinna sem starfshópur Lífsbrúar vinnur skili þeim árangri sem við viljum öll sjá – að draga úr sjálfsvígum og dauðsföllum vegna óhappaeitrana með greinagóðri rannsókn og nýtingu afurðar hennar við að mynda árangursríkar aðgerðir. Það er vel við hæfi að birta þessa grein í dag þar sem Gulur september, sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum, lýður undir lok í dag, alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Ég vil hvetja öll þau, sem glíma við andleg vanlíðan, að leita hjálpar og brýna fyrir okkur öllum að vera vakandi fyrir merkjum um andleg vanlíðan hjá þeim sem standa okkur nærri og vera til staðar. Ég vil einnig nýta tækifærið og þakka Guðrúnu Jónu hjá embætti landlæknis og Högna Óskarssyni, geðlækni, fyrir aðstoðina við þetta mikilvæga mál. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Í vikunni lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Þetta er í annað sinn sem tillagan er lögð fram, nú með nokkrum breytingum sem byggðar eru á góðri þróun, þar sem starfshópur á vegum Lífsbrúar hjá embætti landlæknis hefur tekið til starfa. Málið snertir okkur öll sem samfélag. Sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru viðkvæmir og sársaukafullir atburðir sem hafa djúpstæð áhrif á aðstandendur, fjölskyldur og samfélagið í heild. Áhrifin teygja anga sína víða en samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni verða að meðaltali 135 einstaklingar fyrir áfalli eða samskonar áhrifum í kjölfar sjálfsvígs eins einstaklings. Talið er að um sex þúsund manns verði fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári hér á landi. Sjálfsvíg eru því ekki einungis persónulegur harmleikur, heldur verkefni sem við berum öll ábyrgð á að vinna með virkum hætti. Þegar andlát á sér stað, er það rannsakað til að gera grein fyrir dánarmeini. Rannsóknir lögreglu og héraðslækna fara fram til að ákveða hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða ekki. Sjálfsvíg eru ekki rannsökuð afturvirkt þar sem undanfari þeirra er skoðaður í þaula í leit að þáttum sem komu einstaklingnum í það hugarástand sem hann var í við andlátið. Nauðsynlegt er að slík rannsókn fari fram með þeim hætti að fara afturvirkt yfir lýðfræðilegar breytur, aðstæður, atburði og möguleg áföll sem einstaklingurinn upplifði í undanfara sjálfsvígs eða dauðsfall vegna óhappaeitrunar. Þá er m.a. átt við brottfall úr skóla, atvinnumissi eða langvarandi atvinnuleysi, sambandsslit, makamissi, ofbeldi, neyslu vímugjafa og hvað annað sem getur haft áhrif. Starfshópur á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, hefur þegar hafið mikilvæga vinnu við að rannsaka afturvirkt mögulegt orsakaferli og áhrifaþætti sem geta verið viðvarandi í lífi einstaklinga í undanfara sjálfsvígs og óhappaeitrana. Þessi rannsókn er metnaðarfull og mikilvæg í áframhaldandi vinnu okkar við að bæta forvarnir og myndun fyrirbyggjandi aðgerða í þeirri von að geta komið í veg fyrir andlát af þessu tagi. Markmið tillögunnar er að styðja starfshópinn í vinnu sinni við að afla nauðsynlegra gagna og uppsetningu þeirra svo að rannsóknin skili árangri, sem nýtist til framtíðar, við að ná til einstaklinga í áhættuhópum og öðlast betri skilning á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Í lok rannsóknarinnar skal starfshópurinn skila skýrslu til ráðherra með viðeigandi tölfræði og tillögum að aðgerðum, bæði fyrirbyggjandi og í forvarnarstarfi. Einnig þarf að tryggja að hægt verði að skoða ofangreindar breytur reglulega og á aðgengilegan hátt svo að hægt sé meta árangur aðgerða. Í kjölfar þessarar vinnu verði ákveðið hvort koma eigi á fót sambærilegum starfshópi eða rannsóknarnefnd, sem væri varanlegur liður innan stjórnsýslunnar. Mikilvægi tillögunnar Þingheimur hefur allur sameinast á bak við tillöguna, þvert á flokka, sem sýnir fram á mikilvægi hennar. Það er fáheyrt að slíkur stuðningur myndist um þingsályktunartillögu þingmanns, og fyrir það er ég þakklát. Gagnaöflun af þessu tagi þarf að vera yfirgripsmikil svo hægt sé að gefa heildræna mynd af orsakaferlum, vinna árangursríkar forvarnir og greina áhættuhópa í samfélaginu, þ.e. þá hópa sem líklegri eru til að upplifa sjálfsvígshugsanir, gera tilraun til sjálfsvígs eða deyja í sjálfsvígi eða sökum óhappaeitrunar, umfram hefðbundnar breytur á borð við kyn, aldur og búsetu. Það er mikilvægt að öll gögn sem safnað er séu sett fram á skýran og aðgengilegan hátt svo þau nýtist við að stýra stefnumörkun. Við verðum að horfa á málið með opnum hug og viðurkenna að sjálfsvíg og andlát vegna óhappaeitrana eru oft niðurstaða margra flókinna þátta sem þarf að greina og skilja til hlítar. Með betri skilningi á orsakaferlum og helstu áhrifaþáttum er hægt að styðja betur við þá sem eiga við andlega erfiðleika að stríða, og gera viðeigandi ráðstafanir áður en hættan á sjálfsskaða eykst. Þetta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að tryggja að einstaklingar í áhættuhópum fái þá aðstoð sem þeir þurfa til að ná jafnvægi í lífi sínu og komast í gegnum erfiðleikatímabil. Við viljum alltaf gera betur Það er ljóst að við höfum öfluga aðila í samfélaginu okkar sem vinna dag hvern að því að bæta líðan fólks og grípa inn í þar sem þörfin er mest. Við höfum marga sem starfa af heilum hug að geðheilbrigðismálum, sjálfsvígsforvörnum og stuðningi við aðstandendur. Það er nauðsynlegt að þessi vinna verði áfram efld og að við höldum áfram að vera vakandi fyrir leiðum til að bæta geðheilbrigði og lýðheilsu í samfélaginu. Við verðum að sýna samstöðu, hlúa að þeim sem þurfa á hjálp að halda og tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum erfiða tíma. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra. Ég vona að sú vinna sem starfshópur Lífsbrúar vinnur skili þeim árangri sem við viljum öll sjá – að draga úr sjálfsvígum og dauðsföllum vegna óhappaeitrana með greinagóðri rannsókn og nýtingu afurðar hennar við að mynda árangursríkar aðgerðir. Það er vel við hæfi að birta þessa grein í dag þar sem Gulur september, sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum, lýður undir lok í dag, alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Ég vil hvetja öll þau, sem glíma við andleg vanlíðan, að leita hjálpar og brýna fyrir okkur öllum að vera vakandi fyrir merkjum um andleg vanlíðan hjá þeim sem standa okkur nærri og vera til staðar. Ég vil einnig nýta tækifærið og þakka Guðrúnu Jónu hjá embætti landlæknis og Högna Óskarssyni, geðlækni, fyrir aðstoðina við þetta mikilvæga mál. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun