Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. október 2024 07:31 Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Jarða- og lóðamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar 2022 flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjölga byggingarsvæðum.“ Greinargerð: Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slík svæði séu til staðar til framtíðar.“ Óskað var eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar um tillöguna sem svo var tekið fyrir á fundi þann 12. apríl sama ár og gefur góða mynd af stöðunni. Þeirri stöðu hef ég oft og ítrekað haldið á lofti í umræðunni um húsnæðismál á síðustu árum. Umrætt minnisblað fylgir hér greininni. Allt þetta hefur svo verið staðfest margoft og nú síðast á stórum fundi sem ég hélt um húsnæðismál og áhrif þeirri á efnahagsmálin til lengri og skemmri tíma í Bæjarbíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Þar komu til mín fulltrúar frá iðnaðinum, stjórnsýslunni, fjármálakerfinu og verkalýðshreyfingunni. Niðurstaðan: okkur fjölgar meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, það þarf að byggja meira og það þarf að fjölga lóðum til að ná því markmiði. Þrátt fyrir að aldrei í sögunni hafi verið byggt meira af íbúðum en á árunum 2019-2024, þá þarf að byggja meira. Það er því ánægjulegt, fyrir mig alveg sérstaklega, að stöðugt sé að fjölga í þeim hópi sem áttar sig á þeirri stöðu. Hún er vond til framtíðar og það sýna okkur allar tölur. Í mínum huga má alveg segja með réttu að Seðlabankinn hafi hlaðið í snjóhengju kynslóða sem ekki komast út á markaðinn með sinni vaxtastefnu og hertum lánþegaskilyrðum. Sú stefna hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á bæði húsbyggjendur og væntanlega kaupendur. Frumvarp lagt fyrir Alþingi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er um margt mjög gott. Það sameinar sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu í þeirri sýn og því markmiði að tryggja náið samstarf um skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins til ársins 2040. Það er mikilvægt, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. En forsendur hafa breyst og nægir þar að nefna fólksfjölgun. Slíkt kallar á endurskoðun. Best væri ef sveitarfélögin hættu að tala og kæmu sér strax saman um endurskoðun vaxtamarka svæðisskipulagsins. Eins og staðan er í dag, þá er nóg að eitt sveitarfélag komi í veg fyrir slíka skynsamlega útvíkkun vaxtamarka svo hægt sé að bregðast við þeirri þróun sem hér hefur átt sér stað á síðustu árum. Þrátt fyrir að vona það besta, þá tel ég erfitt að treysta á slíka samstöðu og hef því lagt fram frumvarp þess efnis að sveitarfélag eins og t.d. Hafnarfjörður, sem er í þeirri stöðu sem blasað hefur við frá árinu 2022 að allt byggingarland innan vaxtamarka til ársins 2040 er að klárast (sjá meðfylgjandi minnisblað), geti sótt um undanþágu á svæðisskipulaginu til þess að byggja húsnæði í ástandi þar sem m.a. ríkir húsnæðisskortur. Þetta mál hefur verið lengi í vinnslu og óskað var eftir meðflutningi úr öllum flokkum á þingi í fyrri hluta septembermánaðar. Ég hef því bæði flutt tillögu sem bæjarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þar sem mér gafst ekki nægur tími til að fylgja henni þar eftir og kem nú fram með frumvarp sem þingmaður til að leysa þessi mál til framtíðar. Ég tel að frumvarpið sé mjög gott og brýnt, sérstaklega við núverandi aðstæður, en ekki er loku fyrir það skotið að í meðförum þingsins verði gerðar breytingar á frumvarpinu komi fram tillögur til hins betra, enda er markmið þess eitt og er alveg skýrt. Það þarf að byggja meira, við þurfum að byggja fyrir venjulegt fólk og tryggja það að við, til framtíðar, komumst úr vítahring hárrar verðbólgu og vaxta vegna áskorana á húsnæðismarkaði. Þar þurfa öll sveitarfélög að hafa svigrúm og getu til að taka þátt. Húsnæðismál eru risavaxið efnahagsmál sem þola enga bið. Frumvarpið læt ég fylgja hér með til frekari skoðunar, en flutningsmenn þess eru auk mín aðrir þingmenn Framsóknar og þingmenn Miðflokksins. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hér má sjá frumvarpið. Tengd skjöl Minnisblaðhfj2022PDF921KBSækja skjal
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun