Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 7. október 2024 15:31 Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Fréttir af flugi Árborg Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar