Tími er ekki óþrjótandi auðlind Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 7. október 2024 10:30 Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar