Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar 4. október 2024 13:33 Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun