Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen og Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifa 1. október 2024 23:33 Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar