Af hverju þetta tímabundna álag á útsvarið? Bragi Bjarnason skrifar 28. september 2024 11:01 Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skattar og tollar Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun