Af hverju þetta tímabundna álag á útsvarið? Bragi Bjarnason skrifar 28. september 2024 11:01 Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skattar og tollar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun