Nýtt upphaf hjá Vinstri grænum Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 27. september 2024 13:31 Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun