Nýtt upphaf hjá Vinstri grænum Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 27. september 2024 13:31 Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Vinstri græn hafa sem kunnugt er átt í umdeildu samstarfi við flokka hægra megin við miðju síðaðstliðin 7 ár. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er þó ennþá eini raunverulegi valkosturinn til vinstri á hinu stóra sviði stjórnmálanna og hefur sýnt í verki að hún er tilbúinn að takast á við raunverulegar áskoranir samfélagsins, líka þegar á móti blæs. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að rödd Vinstri grænna heyrist hátt og skýrt þegar aukinn þrýstingur er víða í samfélaginu um niðurskurð, einkavæðingu mikilvægra innviða velferðar- og menntakerfis, markaðsvæðingu og gjörnýtingu náttúrunnar. Það er til dæmis afar miður að aðrir flokkar á miðju og til vinstri virðast þegar hafa gefist upp og gengist upp í orðræðu hægrisins um orkuskort hér á landi. Traust til Vinstri grænna hefur hins vegar beðið hnekki út af málamiðlunum sem fylgt hafa krefjandi samstarf undanfarin ár. Endurnýja þarf umboð forystu hreyfingarinnar og styrkja tengsl hennar við rót sína til vinstri í breiðum skilningi. Við þurfum sterkari aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og grasrótarsamtaka sem berjast fyrir jöfnuði, félagslegu réttlæti, kvenfrelsi og umhverfis- og náttúruvernd. Enda hefur VG staðið vörð um velferðina og stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu, nú síðast með gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskóla þrátt fyrir umdeilt samstarf. Við Vinstri græn höfum marga fjöruna sopið í skoðanakönnunum en ég finn víða fyrir auknum áhuga á starfi hreyfingarinnar. Við búum enn yfir sannfæringunni og hugsjónaeldinum fyrir bættu samfélagi. Við þurfum að draga fram einkenni og sérstöðu okkar með fulltingi félaganna, vera sönn, hrein og bein þegar kemur að málefnum og fylgja rótunum. Sterk og öflug forysta, þar sem kraftur og mennska er í forgrunni, er mikilvæg nú sem aldrei fyrr. Gróska í grasrótinni er sannarlega til staðar og þó skoðanir séu skiptar slær hjartað til vinstri og stoðirnar, umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friðarhyggja eiga enn fullt erindi. Mikilvægt er að tryggja þær og treysta enn frekar til að standa af sér þá hægrisveiflu sem nú er í fullum gangi hérlendis sem og um allan heim. Vinstri græn eiga skýrt erindi á Alþingi og þar hefur sjaldan verið jafn mikil þörf á vinstrinu og einmitt núna. Ef viðhorfið er að VG hafi brugðist bogalistin og gangi ekki á öllum strokkum þá erum við sannarlega tilbúin að bretta upp ermar og ræsa vélina með handafli. Félagar hafa ætíð látið í sér heyra og munu gera það áfram enda pólitískt mat og persónulegar skoðanir mikilvægar þegar unnið er í hreyfingu þar sem öll eiga að fá pláss og svigrúm til að láta í sér heyra. Mín sýn er að stjórn Vinstri grænna þurfi nú sem aldrei fyrr að spýta í lófana, virkja kraft grasrótarinnar, hlusta og rækta allt það góða fólk sem þar er með lýðræði að leiðarljósi. Þess vegna býð ég fram krafta mína til að taka þátt í forystu hreyfingarinnar. Ég styð einnig eindregið framboð Svandísar Svavarsdóttur til embættis formanns og tek undir þá skoðun hennar að farsælast sé að kjósa að vori. Á komandi landsfund er breið skráning, mörg að ganga í hreyfinguna og mikil eftirvænting í loftinu, þar sem vindarnir blása sannarlega til vinstri. Það eru breytingar framundan og ótal tækifæri til að hafa áhrif. Höfundur er frambjóðandi til ritara Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun