Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 11:03 Daniel Ricciardo hefur að öllum líkindum tekið þátt í sínum síðasta Formúlu 1 kappakstri Vísir/Getty Singapúr kappaksturinn í gær er að öllum líkindum sá síðasti á Formúlu 1 ferli Ástralans Daniel Ricciardo, ökuþórs RB liðsins. Hann mætti tárvotur í viðtal eftir að hafa lent í 18.sæti í gær. Háværar sögusagnir eru uppi þess efnis að forráðamenn RB Liðsins ætli að gefa Liam Lawson tækifæri til þess að spreyta sig í síðustu keppnishelgum tímabilsins og þar með leysa af hólmi Daniel Ricciardo. „Ég verð bara að koma hreint út með það undanfarnar vikur hefur staða mín gagnvart liðinu bara verið þannig að við tökum þetta eina keppnishelgi í einu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað að þessi keppnishelgi hefði farið betur,“ sagði Ricciardo í viðtali eftir keppni gærdagsins í Singapúr. „Það gekk ekki upp þannig ég þarf að vera viðbúinn því að þetta sé komið hjá mér.“ Danny Ric ❤️An emotional Daniel Ricciardo speaks after the #SingaporeGP pic.twitter.com/53hD09HZ4z— Formula 1 (@F1) September 22, 2024 Og átti Ricciardo þar við að kappaksturinn í Singapúr gæti hafa verið hans síðasti í Formúlu 1. „Þessi tímapunktur kemur á einhverjum tíma hjá okkur öllum.“ Ricciardo, sem á að baki feril hjá liðum á borð við Red Bull Racing og McLaren, sneri aftur í Formúlu 1 á síðasta ári með það sem makrmið að reyna vera sammkeppnishæfur og tryggja sér sæti hjá Red Bull Racing á nýjan leik. „Það hefur augljóslega ekki gengið eftir. Ég verð því að spyrja mig þeirrar spurningar: „Hvað annað get ég afrekað? Hver er gulrótin fyrir mig í þessu? Ég lagði mig fram. Þetta eru engin ævintýraleg endalok en ég verð einnig að horfa á ferðalag mitt til þessa. Rúm þrettán ár í mótaröðinni. Ég er stoltur.“ Akstursíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Háværar sögusagnir eru uppi þess efnis að forráðamenn RB Liðsins ætli að gefa Liam Lawson tækifæri til þess að spreyta sig í síðustu keppnishelgum tímabilsins og þar með leysa af hólmi Daniel Ricciardo. „Ég verð bara að koma hreint út með það undanfarnar vikur hefur staða mín gagnvart liðinu bara verið þannig að við tökum þetta eina keppnishelgi í einu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað að þessi keppnishelgi hefði farið betur,“ sagði Ricciardo í viðtali eftir keppni gærdagsins í Singapúr. „Það gekk ekki upp þannig ég þarf að vera viðbúinn því að þetta sé komið hjá mér.“ Danny Ric ❤️An emotional Daniel Ricciardo speaks after the #SingaporeGP pic.twitter.com/53hD09HZ4z— Formula 1 (@F1) September 22, 2024 Og átti Ricciardo þar við að kappaksturinn í Singapúr gæti hafa verið hans síðasti í Formúlu 1. „Þessi tímapunktur kemur á einhverjum tíma hjá okkur öllum.“ Ricciardo, sem á að baki feril hjá liðum á borð við Red Bull Racing og McLaren, sneri aftur í Formúlu 1 á síðasta ári með það sem makrmið að reyna vera sammkeppnishæfur og tryggja sér sæti hjá Red Bull Racing á nýjan leik. „Það hefur augljóslega ekki gengið eftir. Ég verð því að spyrja mig þeirrar spurningar: „Hvað annað get ég afrekað? Hver er gulrótin fyrir mig í þessu? Ég lagði mig fram. Þetta eru engin ævintýraleg endalok en ég verð einnig að horfa á ferðalag mitt til þessa. Rúm þrettán ár í mótaröðinni. Ég er stoltur.“
Akstursíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira