Kenningar úr gildi svo að kirkjan þarf að komast á annað stig Matthildur Björnsdóttir skrifar 19. september 2024 18:02 Við að lesa Gunnlaugs Stefánsson kvarta yfir að þjóðin sé að hætta að vera kristin, voru orð sem ég sé tækifæri til að koma með leið fyrir stofnunina til að koma betur inn í nútímann. Það er svo mikið meira í boði nú á tímum en var fyrir fáum áratugum síðan um alla fleti mannlegra vandræða. Og æ fleiri hafa lært að það er meira í þessu með lífið og andleg málefni en það sem kristni setti upp. Þetta er líka að gerast hér í Ástralíu, og sagði maðurinn minn að kirkjan sem var í borginni sem hann fæddist í, sem er Mount Gambier hafi verið seld fyrir nokkrum áratugum vegna þess að það komu nær engir til kirkju lengur. Það þarf að skilja breytingar í þekkingu fólks um almættið. Þær eru margar og eru aðrar en það sem kirkjan og aðrar trúarstofnanir settu fram í langan tíma. Slík auka vitneskja var kölluð Guðslast fyrr á tímum ef einstaklingar lýstu upplifun á atriðum sem voru fyrir utan veruleika myndinni sem prestar töluðu um. Jésú var maður sem var eldri sál með þroska, en hvort að allir sjá söguna sem er sögð og notuð um hann er spurning. Af því að ég hef heyrt fólk hafa annað sjónarhorn um dauða hans en þá sögu. Ef viska hans hefði verið notuð eins og hún var, væri dæmið um stofnunina kannski annað? Meiri mannúð. Opnun fyrir að koma inn í nýja veruleika Ef þessar stofnanir vilja vera með í því hvernig mannverur eru að vakna til stærri hluta dæmis hins æðra. Þá tel ég að það væri með að hafa messur eða kalla það samkomur í nýjum dúr og með miklu af allskonar efni til að byggja víðari skilning á því hvernig hlutir hafa breyst og fólkið vaknað til mun víðari sjóndeildarhings um lífið almættið. Svo að gefa einstaklingum tækifæri til að tala um það sem liggur þeim á hjarta og þau ekki getað tjáð sig um. Hennar er svo sannarlega þörf á okkar tímum þegar svo margt er að gliðna í samfélögum vegna slæmra atriða í hinum nýju fjölmiðlum. Það er staður í Sydney sem hefur slíkt og einn af þekktustu leikurum Ástralíu David Wenham er fulltrúi þar við að ræða við þau sem koma og spjalla og hlusta á þau um það sem þeim liggur á hjarta. Hann er mjög snortinn yfir því hvað sá staður veiti. Það eru svo margar útgáfur af trúar stofnunum og kenningum og svo eru sum atriði í Búddhisma og Hinduisma sem passa við eitt og annað í veruleika einstaklinga eins og var og er með mig svo og sjálfshjálpar fræði margra með þekkingu á því. Ástæður fyrir að boðskapurinn sé ekki í anda nútímans Hlýðni við stofnun og viss fylgni var ekki alltaf frá að trú-á Ég lifði við að heyra ráðríki presta og kenningar frá útvarpsmessum sem barn og unglingur. Orð sem voru ekki veruleiki og ekki mín reynsla. Það athyglisverða var að við fjölskyldan með presta í ættum í báðar áttir fórum ekki í kirkju á sunnudögum, en af hlýðni við stofnunina voru messur látnar dynja frá útvarpinu á vetrum og hátíðir þess haldnar, jól og páskar. Það var bara farið í kirkju þegar jarðað var. Svo voru fermingar sem voru auðvitað reynsla margra unglinga í dúr við herskyldu. Allir á þeim aldri áttu að koma á það færiband, svo að prestar gætu stoltir sýnt tölu þeirra sem þeir fengu á lista kirkjunnar. Ferli sem ég upplifði sem færibanda kerfi. Ferli sem í mínu tilfelli var bara fyrir prestinn að vera ánægður með hópinn sinn og í mínum hópi voru um þrjátíu unglingar. Það var árið 1961. Myndin sem var tekin af hópnum í kirkjunni sýnir hvorki andlegan hóp né glaðan með daginn, heldur lítum við út eins og við værum lömb á leið til slátrunar. En presturinn sá eini með bros sem var einskonar Monu Lísu bros. Hann hafði ekki talað neitt við okkur sem einstaklinga, né hóp um aðra hluti til að tengja, hann dembdi bara að okkur því sem við áttum að segja já við. Giftingar og skírnir fóru fram á heimilinu. Ég hafði enga ánægju af ferlinu að eiga að fermast, eða því að verða eins og stykki á færibands línu um útlit og klæðaburð. Atriði sem ég fékk ekki einu sinni að vera með í ákvörðunum um. Það var allt um veisluna og að hlýða kerfinu. Einu ræðurnar sem ég heyrði seinna á ævinni frá messum voru heimspekiræður fyrrum biskups Séra Sigurbjörns Einarssonar. Innsæi mitt vissi að loforð og kenningar væru ekki veruleiki nærri allra mannvera þá, og staðfestingar þess hafa komið að úr öllum áttum og löndum heims síðan. Þessar kenningar voru tilbúningur stofnanna. Nú er æ meiri hluti mannkyns að vakna til takmarkana þess sem þær stofnanir bjóða og segja sig þá úr því samfélagi. Æ fleiri einstaklingar eru að annaðhvort læra frá upplifun að almættiskerfið þarna úti hefur mun meira í sér og veitir, en prestar virtust hafa haft glóru um. Sumir upplifa að það sé ekkert hærra afl þarna úti, og kalla sig trúleysingja. Þegar aðrir fá allskonar leiðsagnir og kynna sér önnur andleg fræði og upplifa trúar atriði frá því mikla kerfi þarna úti, sem og fræðum sem eru föl í bókum og allskonar félagsskap sem passi við þeirra innri heim. Það eru til dæmis til margar bækur um sálina og þróun sálna sem staðfesta atriði langt út fyrir það sem kristnar stofnanir hafa viljað viðurkenna að gæti verið. En einstaklingar með allskonar sjöundu skilningar vit sem eru ekki nærri alltaf um að sjá dáið fólk. Það eru til dæmis bækur eftir Michael Newton, Dolores Cannon og svo er það Michael Handbókin. Mikið af slíku sálarferli birtist á hátt sem hefur aldrei verið séð þannig og er til dæmis með einstaklinga sem hafa sendir til jarðar með vissa hæfileika og eiginleika sem eru veittir á ýmsan hátt þaðan í þau heilabú, og það án þess að viðkomandi viti endilega að það sé þannig til komið. En viðkomandi fæðst með það í sér til að vinna það. Hvað sem það er og væri. Samkomur eins og ég sé og heyri stundum í sjónvarpi hér í Adelaide á sunnudögum eru frá Bretlandi. Það eru engar messur haldnar, heldur er mikið af söng og tónlist og ótal viðtöl við einstaklinga um upplifun sína af þessu kerfi sem sum nota Guðs orðið yfir en aðrir ekki. Textar sálma sem ég næ að lesa á skjánum þegar ég er í stofunni eru mun nútímalegri en þeir sem voru á Íslandi minna tíma. Batnandi stofnunum er best að lifa til gera sitt til að halda friði í heiminum Höfundur er Íslendingur sem hefur búið í lengri tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við að lesa Gunnlaugs Stefánsson kvarta yfir að þjóðin sé að hætta að vera kristin, voru orð sem ég sé tækifæri til að koma með leið fyrir stofnunina til að koma betur inn í nútímann. Það er svo mikið meira í boði nú á tímum en var fyrir fáum áratugum síðan um alla fleti mannlegra vandræða. Og æ fleiri hafa lært að það er meira í þessu með lífið og andleg málefni en það sem kristni setti upp. Þetta er líka að gerast hér í Ástralíu, og sagði maðurinn minn að kirkjan sem var í borginni sem hann fæddist í, sem er Mount Gambier hafi verið seld fyrir nokkrum áratugum vegna þess að það komu nær engir til kirkju lengur. Það þarf að skilja breytingar í þekkingu fólks um almættið. Þær eru margar og eru aðrar en það sem kirkjan og aðrar trúarstofnanir settu fram í langan tíma. Slík auka vitneskja var kölluð Guðslast fyrr á tímum ef einstaklingar lýstu upplifun á atriðum sem voru fyrir utan veruleika myndinni sem prestar töluðu um. Jésú var maður sem var eldri sál með þroska, en hvort að allir sjá söguna sem er sögð og notuð um hann er spurning. Af því að ég hef heyrt fólk hafa annað sjónarhorn um dauða hans en þá sögu. Ef viska hans hefði verið notuð eins og hún var, væri dæmið um stofnunina kannski annað? Meiri mannúð. Opnun fyrir að koma inn í nýja veruleika Ef þessar stofnanir vilja vera með í því hvernig mannverur eru að vakna til stærri hluta dæmis hins æðra. Þá tel ég að það væri með að hafa messur eða kalla það samkomur í nýjum dúr og með miklu af allskonar efni til að byggja víðari skilning á því hvernig hlutir hafa breyst og fólkið vaknað til mun víðari sjóndeildarhings um lífið almættið. Svo að gefa einstaklingum tækifæri til að tala um það sem liggur þeim á hjarta og þau ekki getað tjáð sig um. Hennar er svo sannarlega þörf á okkar tímum þegar svo margt er að gliðna í samfélögum vegna slæmra atriða í hinum nýju fjölmiðlum. Það er staður í Sydney sem hefur slíkt og einn af þekktustu leikurum Ástralíu David Wenham er fulltrúi þar við að ræða við þau sem koma og spjalla og hlusta á þau um það sem þeim liggur á hjarta. Hann er mjög snortinn yfir því hvað sá staður veiti. Það eru svo margar útgáfur af trúar stofnunum og kenningum og svo eru sum atriði í Búddhisma og Hinduisma sem passa við eitt og annað í veruleika einstaklinga eins og var og er með mig svo og sjálfshjálpar fræði margra með þekkingu á því. Ástæður fyrir að boðskapurinn sé ekki í anda nútímans Hlýðni við stofnun og viss fylgni var ekki alltaf frá að trú-á Ég lifði við að heyra ráðríki presta og kenningar frá útvarpsmessum sem barn og unglingur. Orð sem voru ekki veruleiki og ekki mín reynsla. Það athyglisverða var að við fjölskyldan með presta í ættum í báðar áttir fórum ekki í kirkju á sunnudögum, en af hlýðni við stofnunina voru messur látnar dynja frá útvarpinu á vetrum og hátíðir þess haldnar, jól og páskar. Það var bara farið í kirkju þegar jarðað var. Svo voru fermingar sem voru auðvitað reynsla margra unglinga í dúr við herskyldu. Allir á þeim aldri áttu að koma á það færiband, svo að prestar gætu stoltir sýnt tölu þeirra sem þeir fengu á lista kirkjunnar. Ferli sem ég upplifði sem færibanda kerfi. Ferli sem í mínu tilfelli var bara fyrir prestinn að vera ánægður með hópinn sinn og í mínum hópi voru um þrjátíu unglingar. Það var árið 1961. Myndin sem var tekin af hópnum í kirkjunni sýnir hvorki andlegan hóp né glaðan með daginn, heldur lítum við út eins og við værum lömb á leið til slátrunar. En presturinn sá eini með bros sem var einskonar Monu Lísu bros. Hann hafði ekki talað neitt við okkur sem einstaklinga, né hóp um aðra hluti til að tengja, hann dembdi bara að okkur því sem við áttum að segja já við. Giftingar og skírnir fóru fram á heimilinu. Ég hafði enga ánægju af ferlinu að eiga að fermast, eða því að verða eins og stykki á færibands línu um útlit og klæðaburð. Atriði sem ég fékk ekki einu sinni að vera með í ákvörðunum um. Það var allt um veisluna og að hlýða kerfinu. Einu ræðurnar sem ég heyrði seinna á ævinni frá messum voru heimspekiræður fyrrum biskups Séra Sigurbjörns Einarssonar. Innsæi mitt vissi að loforð og kenningar væru ekki veruleiki nærri allra mannvera þá, og staðfestingar þess hafa komið að úr öllum áttum og löndum heims síðan. Þessar kenningar voru tilbúningur stofnanna. Nú er æ meiri hluti mannkyns að vakna til takmarkana þess sem þær stofnanir bjóða og segja sig þá úr því samfélagi. Æ fleiri einstaklingar eru að annaðhvort læra frá upplifun að almættiskerfið þarna úti hefur mun meira í sér og veitir, en prestar virtust hafa haft glóru um. Sumir upplifa að það sé ekkert hærra afl þarna úti, og kalla sig trúleysingja. Þegar aðrir fá allskonar leiðsagnir og kynna sér önnur andleg fræði og upplifa trúar atriði frá því mikla kerfi þarna úti, sem og fræðum sem eru föl í bókum og allskonar félagsskap sem passi við þeirra innri heim. Það eru til dæmis til margar bækur um sálina og þróun sálna sem staðfesta atriði langt út fyrir það sem kristnar stofnanir hafa viljað viðurkenna að gæti verið. En einstaklingar með allskonar sjöundu skilningar vit sem eru ekki nærri alltaf um að sjá dáið fólk. Það eru til dæmis bækur eftir Michael Newton, Dolores Cannon og svo er það Michael Handbókin. Mikið af slíku sálarferli birtist á hátt sem hefur aldrei verið séð þannig og er til dæmis með einstaklinga sem hafa sendir til jarðar með vissa hæfileika og eiginleika sem eru veittir á ýmsan hátt þaðan í þau heilabú, og það án þess að viðkomandi viti endilega að það sé þannig til komið. En viðkomandi fæðst með það í sér til að vinna það. Hvað sem það er og væri. Samkomur eins og ég sé og heyri stundum í sjónvarpi hér í Adelaide á sunnudögum eru frá Bretlandi. Það eru engar messur haldnar, heldur er mikið af söng og tónlist og ótal viðtöl við einstaklinga um upplifun sína af þessu kerfi sem sum nota Guðs orðið yfir en aðrir ekki. Textar sálma sem ég næ að lesa á skjánum þegar ég er í stofunni eru mun nútímalegri en þeir sem voru á Íslandi minna tíma. Batnandi stofnunum er best að lifa til gera sitt til að halda friði í heiminum Höfundur er Íslendingur sem hefur búið í lengri tíma í Ástralíu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun