Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar 18. september 2024 10:31 WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun