Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar 17. september 2024 09:01 Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun