Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2024 09:31 Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun