Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2024 09:31 Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun