„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 08:01 Þórir Hergeirsson mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs undir lok þessa árs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópumót. Greint er frá starfslokum Þóris með góðum fyrirvera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Íslendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leikmenn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur. Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“ Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“
Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira