Skattaafsláttur af börnum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. september 2024 07:31 Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um skattafrádrátt vegna barna innan 16 ára aldurs á framfæri forráðamanns samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum: 1. 150.000 kr. vegna eins barns, 2. 300.000 kr. vegna tveggja barna,3. 575.000 kr. vegna þriggja barna, 4. 370.000 kr. til viðbótar við 575.000 fyrir hvert barn umfram þrjú. Staða barnafjölskyldna er mér hugleikin sem er skiljanlegt, eigandi ung börn og með mikið af barnafólki kringum mig. Sú staðreynd opnar augu mín fyrir því að barneignir hafa verulega neikvæð áhrif á tekjur foreldra, ekki síst mæðra sem taka ennþá mun stærri hluta fæðingarorlofs og lengja það enn frekar. Byrjunarkostnaður í aðdraganda og strax í kjölfar barneigna er mikill. Dagvistunarvandinn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá dagvistunarpláss eykur enn á útgjöld og fjárhagsáhyggjur foreldra. Þótt skylduskólaganga (og nú skólamáltíðir) séu ókeypis, fylgja ýmis útgjöld börnum sem hafa lokið leikskólagöngu. Má þar m.a. nefna skipulagt frístundastarf grunnskólanna, auk íþrótta og annarra tómstunda sem eru mjög kostnaðarsamar þrátt fyrir (eða í takt við) veglegan frístundastyrk sveitarfélaga. Tómstundastarf er lykilþáttur í forvarnastarfi og þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi er mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir. Þá er ég ekki einu sinni byrjuð að ræða rekstrarkostnað barnafjölskyldna; fleiri munna til að metta og kroppa til að klæða. Við sjálfstæðismenn erum almennt þeirrar skoðunar að skatta þurfi að lækka og opinberar álögur séu of háar á barnafjölskyldur. Fæðingartíðni á Íslandi er auk þess í sögulegu lágmarki og umræða hefur spunnist um að barneignir séu orðnar forréttindi. Enda sýna rannsóknir að fæðingartíðnin hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum. Skattaafsláttur vegna framfærslu barna er meðal þess sem ég mun beita mér fyrir í þinginu. Vonandi fáum við sjálfstæðismenn fleiri með okkur á þann vagn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag gengur síðasti þingvetur kjörtímabilsins í garð og Alþingi verður sett í 155. sinn. Ég notaði sumarið til undirbúnings að vanda og átti fjölmarga góða fundi. Niðurstaðan er sú að í dag mun ég leggja fram nokkur þingmál sem ég hef unnið að – nokkur ný, en önnur eru lögð fram að nýju. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um skattafrádrátt vegna barna innan 16 ára aldurs á framfæri forráðamanns samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum: 1. 150.000 kr. vegna eins barns, 2. 300.000 kr. vegna tveggja barna,3. 575.000 kr. vegna þriggja barna, 4. 370.000 kr. til viðbótar við 575.000 fyrir hvert barn umfram þrjú. Staða barnafjölskyldna er mér hugleikin sem er skiljanlegt, eigandi ung börn og með mikið af barnafólki kringum mig. Sú staðreynd opnar augu mín fyrir því að barneignir hafa verulega neikvæð áhrif á tekjur foreldra, ekki síst mæðra sem taka ennþá mun stærri hluta fæðingarorlofs og lengja það enn frekar. Byrjunarkostnaður í aðdraganda og strax í kjölfar barneigna er mikill. Dagvistunarvandinn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá dagvistunarpláss eykur enn á útgjöld og fjárhagsáhyggjur foreldra. Þótt skylduskólaganga (og nú skólamáltíðir) séu ókeypis, fylgja ýmis útgjöld börnum sem hafa lokið leikskólagöngu. Má þar m.a. nefna skipulagt frístundastarf grunnskólanna, auk íþrótta og annarra tómstunda sem eru mjög kostnaðarsamar þrátt fyrir (eða í takt við) veglegan frístundastyrk sveitarfélaga. Tómstundastarf er lykilþáttur í forvarnastarfi og þátttaka barna og ungmenna í slíku starfi er mjög góð í samanburði við aðrar þjóðir. Þá er ég ekki einu sinni byrjuð að ræða rekstrarkostnað barnafjölskyldna; fleiri munna til að metta og kroppa til að klæða. Við sjálfstæðismenn erum almennt þeirrar skoðunar að skatta þurfi að lækka og opinberar álögur séu of háar á barnafjölskyldur. Fæðingartíðni á Íslandi er auk þess í sögulegu lágmarki og umræða hefur spunnist um að barneignir séu orðnar forréttindi. Enda sýna rannsóknir að fæðingartíðnin hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum. Skattaafsláttur vegna framfærslu barna er meðal þess sem ég mun beita mér fyrir í þinginu. Vonandi fáum við sjálfstæðismenn fleiri með okkur á þann vagn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun