Varist eftirlíkingar Hildur Björnsdóttir skrifar 8. september 2024 15:31 Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun