Hvernig komum við í veg fyrir uppfærslu á afbrotaforritinu hjá ungum afbrotamönnum? Davíð Bergmann skrifar 6. september 2024 14:02 Ég á til með að hrósa Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir dómsuppkvaðningu yfir ungum manni sem var dæmdur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og uppsöfnuð mál á dögunum. Þessi dómur hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa látið í ljós í kommentakerfum netmiðlanna óánægju sína með dóminn og eru ekki sáttir með þessa dómsuppkvaðningu og telja hana ekki nógu harða. Ég fagna svona nálgun ef orðum fylgja efndir, þá er ég að tala um að það fari fram alvöru fræðsla á afplánunartíma og það sé gerð áætlun og unnið markvisst eftir henni þannig að þessi ungi maður átti sig á sínum gjörðum og hann sýni fram á alvöru iðrun. Líkur á að hann geri það eru ef hann þarf að horfast í augu við gjörðir sínar og fá fræðslu sem gefur honum raunveruleikasýn inn í hverjar afleiðingar ofbeldis eru og afbrota. Ég hef sjálfur barist fyrir svona nálgun í málefnum ungra afbrotamanna til margra áratuga og hef bent á vinnubrögð eins og Bretar hafa notað heiti sem heitir YOT „youth offending team“ og nota til þess 57. grein almennra hegningarlaga. Eins og gert er í þessu máli. Tekið úr dómnum: Samkvæmt öllu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þegar litið er til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, skýlausrar játningar, ungs aldurs og stöðu hans að öðru leyti þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Frestun á fullnustu refsingarinnar er jafnframt bundin sérstökum skilyrðum samkvæmt 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Skal ákærði sæta umsjón í þrjú ár, í fyrstu umsjón og fyrirmælum af hálfu barnaverndaryfirvalda allt að 18 ára aldri en eftir það umsjón og fyrirmæli Fangelsismálastofnunar. Þá skal ákærði gangast undir dvöl á meðferðarheimili eftir frekari ákvörðun barnaverndaryfirvalda, að hámarki þar til 18 ára aldri er náð. Orðum skulu fylgja efndir Þegar ég er að tala um efndir þá er ég ekki að tala um að hann sitji fyrir framan sálfræðinga og kafi ofan í naflann á sér allan tímann. Það er hægt að samtvinna sálfræðimeðferð með íhlutun eins og „Learning by doing“, fara á vettvang og fræðast af alvöru. Ef ég ætti að koma með tillögu að fræðslu þá ætti þessi drengur þar sem hann beitir hníf að fá fræðslu hjá læknunum á Grensásdeildinni því þeir vinna oftast eftir á með afleiðingar alvarlegra ofbeldisbrota og geta afruglað bíómyndaveröldina í hausnum á honum. Eins ætti hann að fara og hitta sjúkraflutningamenn sem koma á vettvang svona mála, sem geta gert honum grein fyrir því hvað er stutt á milli lífs og dauða. Eins eigum við að nota mann eins og Tolla og strákana hans sem honum hefur tekist að gera að nýjum þjóðfélagsþegnum og nýtum. Tölum við menn sem hafa ákveðið að snúa sínu lífi við af alvöru. Það eru endalausir möguleikar. Það eina sem þarf er viljinn. Ég kalla eftir samstarfi með svona mönnum til að takast á við afbrot ungmenna. Ég er ekki talsmaður harðra refsinga en ég er talsmaður þess að fræða og byggja upp einstaklinga með alvöru vinnubrögðum. Svo er ég líka þeirrar skoðunar að ef menn haldi ekki skilorði með skilyrðum eigi að fylgja því eftir af fullum þunga og það eigi ekki að bíða heldur láta það gerast strax. Þá eigi að vera til viðunandi úrræði til að taka á móti honum ef þannig fer. Ég hef talað um það áður að mér hefur blöskrað að sjá menn snúa sér í myndavélina og gefa samfélaginu fuck-merki eftir dóma og jafnvel inni í dómsal. Ég vil gera þetta eins og Bretarnir gera, þegar ungir afbrotamenn koma fyrir dóm eiga þeir að bera bindi og eiga að vera vel til hafðir og þeir eiga að bera virðingu fyrir dómsvaldinu og sinni kurteisi um fram allt. Svona einstaklingi á að vera skipaður tilsjónarmaður sem framfylgir því að dómnum sé fylgt og hann á jafnframt að vera ábyrgur fyrir því á afplánunartíma. Ég er líka þeirrar skoðunar, eins og í Bretlandi, að ef viðkomandi sýnir raunverulega iðrun og vinnur í sínum málum af alvöru eigi þessi dómur aldrei að þvælast fyrir honum í framtíðinni. Hann á þá að fara í tættarann með viðhöfn sem útskrift og lífið á að halda áfram því það að refsa bara skilar takmörkuðum árangri, að koma því á framfæri hvað hann er vondur og hvað hann er andfélagslegur er ekki svarið í mínum huga heldur eigum við að nota tækifærið til að betra menn með öllum ráðum. Að lokum af því að við erum í þjóðarátaki gegn hnífaburði þá langar mig að skora á stjórnvöld að halda ráðstefnu eins og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera hérna um árið sem mistókst hrapalega vegna þess að þeir sem voru boðaðir létu ekki sjá sig. Ekki bara með fólki í Fílabeinsturninum heldur með fólki sem hefur unnið vettvangsvinnu með góðum árangri eins og Tolli og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla, Grétar Halldórsson, sem hefur hitt olnbogabörn og unnið með þeim síðan 1992. og fleirum og öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Annars eigum við að marka okkur þannig stefnu að við eigum ekki að þurfa að fara í átaksverkefni heldur á þetta að vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig. Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á til með að hrósa Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir dómsuppkvaðningu yfir ungum manni sem var dæmdur fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og uppsöfnuð mál á dögunum. Þessi dómur hefur verið á milli tannanna á fólki og margir hafa látið í ljós í kommentakerfum netmiðlanna óánægju sína með dóminn og eru ekki sáttir með þessa dómsuppkvaðningu og telja hana ekki nógu harða. Ég fagna svona nálgun ef orðum fylgja efndir, þá er ég að tala um að það fari fram alvöru fræðsla á afplánunartíma og það sé gerð áætlun og unnið markvisst eftir henni þannig að þessi ungi maður átti sig á sínum gjörðum og hann sýni fram á alvöru iðrun. Líkur á að hann geri það eru ef hann þarf að horfast í augu við gjörðir sínar og fá fræðslu sem gefur honum raunveruleikasýn inn í hverjar afleiðingar ofbeldis eru og afbrota. Ég hef sjálfur barist fyrir svona nálgun í málefnum ungra afbrotamanna til margra áratuga og hef bent á vinnubrögð eins og Bretar hafa notað heiti sem heitir YOT „youth offending team“ og nota til þess 57. grein almennra hegningarlaga. Eins og gert er í þessu máli. Tekið úr dómnum: Samkvæmt öllu framangreindu og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Þegar litið er til þess að ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, skýlausrar játningar, ungs aldurs og stöðu hans að öðru leyti þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Frestun á fullnustu refsingarinnar er jafnframt bundin sérstökum skilyrðum samkvæmt 1., 2. og 4. tl. 3. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Skal ákærði sæta umsjón í þrjú ár, í fyrstu umsjón og fyrirmælum af hálfu barnaverndaryfirvalda allt að 18 ára aldri en eftir það umsjón og fyrirmæli Fangelsismálastofnunar. Þá skal ákærði gangast undir dvöl á meðferðarheimili eftir frekari ákvörðun barnaverndaryfirvalda, að hámarki þar til 18 ára aldri er náð. Orðum skulu fylgja efndir Þegar ég er að tala um efndir þá er ég ekki að tala um að hann sitji fyrir framan sálfræðinga og kafi ofan í naflann á sér allan tímann. Það er hægt að samtvinna sálfræðimeðferð með íhlutun eins og „Learning by doing“, fara á vettvang og fræðast af alvöru. Ef ég ætti að koma með tillögu að fræðslu þá ætti þessi drengur þar sem hann beitir hníf að fá fræðslu hjá læknunum á Grensásdeildinni því þeir vinna oftast eftir á með afleiðingar alvarlegra ofbeldisbrota og geta afruglað bíómyndaveröldina í hausnum á honum. Eins ætti hann að fara og hitta sjúkraflutningamenn sem koma á vettvang svona mála, sem geta gert honum grein fyrir því hvað er stutt á milli lífs og dauða. Eins eigum við að nota mann eins og Tolla og strákana hans sem honum hefur tekist að gera að nýjum þjóðfélagsþegnum og nýtum. Tölum við menn sem hafa ákveðið að snúa sínu lífi við af alvöru. Það eru endalausir möguleikar. Það eina sem þarf er viljinn. Ég kalla eftir samstarfi með svona mönnum til að takast á við afbrot ungmenna. Ég er ekki talsmaður harðra refsinga en ég er talsmaður þess að fræða og byggja upp einstaklinga með alvöru vinnubrögðum. Svo er ég líka þeirrar skoðunar að ef menn haldi ekki skilorði með skilyrðum eigi að fylgja því eftir af fullum þunga og það eigi ekki að bíða heldur láta það gerast strax. Þá eigi að vera til viðunandi úrræði til að taka á móti honum ef þannig fer. Ég hef talað um það áður að mér hefur blöskrað að sjá menn snúa sér í myndavélina og gefa samfélaginu fuck-merki eftir dóma og jafnvel inni í dómsal. Ég vil gera þetta eins og Bretarnir gera, þegar ungir afbrotamenn koma fyrir dóm eiga þeir að bera bindi og eiga að vera vel til hafðir og þeir eiga að bera virðingu fyrir dómsvaldinu og sinni kurteisi um fram allt. Svona einstaklingi á að vera skipaður tilsjónarmaður sem framfylgir því að dómnum sé fylgt og hann á jafnframt að vera ábyrgur fyrir því á afplánunartíma. Ég er líka þeirrar skoðunar, eins og í Bretlandi, að ef viðkomandi sýnir raunverulega iðrun og vinnur í sínum málum af alvöru eigi þessi dómur aldrei að þvælast fyrir honum í framtíðinni. Hann á þá að fara í tættarann með viðhöfn sem útskrift og lífið á að halda áfram því það að refsa bara skilar takmörkuðum árangri, að koma því á framfæri hvað hann er vondur og hvað hann er andfélagslegur er ekki svarið í mínum huga heldur eigum við að nota tækifærið til að betra menn með öllum ráðum. Að lokum af því að við erum í þjóðarátaki gegn hnífaburði þá langar mig að skora á stjórnvöld að halda ráðstefnu eins og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera hérna um árið sem mistókst hrapalega vegna þess að þeir sem voru boðaðir létu ekki sjá sig. Ekki bara með fólki í Fílabeinsturninum heldur með fólki sem hefur unnið vettvangsvinnu með góðum árangri eins og Tolli og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla, Grétar Halldórsson, sem hefur hitt olnbogabörn og unnið með þeim síðan 1992. og fleirum og öllum þeim aðilum sem koma að þessum málaflokki. Annars eigum við að marka okkur þannig stefnu að við eigum ekki að þurfa að fara í átaksverkefni heldur á þetta að vera viðfangsefni hvers tíma fyrir sig. Höfundur er áhugamaður um að bæta samfélagið okkar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun