Er allt í gulu? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 4. september 2024 08:02 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðiseftirlit Pétur Maack Þorsteinsson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Að jafnaði er rætt um þrjú stig forvarna, fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvarnir eru þær forvarnir sem ætlað er að koma í veg fyrir að vandamál verði til. Augljóst dæmi um fyrsta stigs forvarnir eru ýmsar bólusetningar sem hafa bætt lífslíkur stórkostlega en öryggisbelti í bílum eru líka dæmi um fyrsta stigs forvarnir sem hafa skilað árangri í að draga úr heilsutjóni. Heilbrigður lífstíll, hreyfing, góður svefn og hæfileg líkamsrækt eru líka allt dæmi um mikilvægar fyrsta stigs forvarnir sem hefur verið sýnt fram á að geta haft mikil jákvæð áhrif á andlega líðan. Annars stigs forvarnir eru þær forvarnir sem miða að því að greina sjúkdóm eða vanda snemma og veita meðferð til að koma í veg fyrir alvarlegri skaða seinna meir. Ýmsar skimanir eins og skimanir fyrir algengum en hættulegum krabbameinum eru dæmi um vel heppnaðar annars stigs forvarnir en árangur hvílir þó á því að fólk nýti sér þau úrræði sem eru í boði. Til að nýta úrræði verðum við að þekkja þau og vita að þau eru til staðar. Loks eru þriðja stigs forvarnir en þar undir falla meðal annars hæfing og endurhæfing eftir sjúkdóm eða slys sem ætlað er að auka lífsgæði og bæta starfsorku til dæmis til að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á örorku. Margsinnis hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að vel útfærðar forvarnir á öllum stigum eru ábatasamar fyrir fólk, fjölskyldur og samfélagið allt. Af skilgreiningunum hér að framan má líka sjá að þegar vel tekst til geta forvarnir á fyrsta stigi skilað miklum ávinningi fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem getur fylgt þriðja stigs forvörnum. Það breytir því ekki að ávinningur af árangursríkum forvörnum á öllum stigum er mikill hvort sem horft er til fyrsta, annars eða þriðja stigs forvarna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga vegna þess að stundum er aðeins horft í kostnaðinn við þriðja stigs forvarnir án þess að taka með í reikninginn hversu mikill ávinningur er af því að koma í veg fyrir örorku. Þannig getur væntur ávinningur af þriðja stigs forvörnum réttlætt háan kostnað. Kostnaður samfélagsins af því þegar þriðja stigs forvarnir bregðast eða eru ekki til staðar getur líka verið mjög hár eins og nýleg dæmi sýna. Segja má að allt sem við gerum til að bæta andlega líðan okkar og annarra sé einhvers konar sjálfsvígsforvarnir. Fyrirbyggjandi lífstíll, góðar svefnvenjur, vinatengsl, að láta sér annt um náungan, að þekkja einkenni vanlíðunar og sjálfsvígshugsana, að geta tekist á við áföll af æðruleysi og styrk og margt fleira eru dæmi um mikilvægar forvarnir sem við getum sjálf tileinkað okkur í báráttunni gegn sjálfsvígum og vanlíðan. Framlag Sálfræðingafélag Íslands til Guls septembers í ár er röð fræðsluerinda sem félagið stendur fyrir í samstarfi við Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Næstu fimm fimmtudagshádegi verða í boði stutt fræðsluerindi um ýmislegt sem við getum sjálf gert til að styðja við góða líðan. Allar upplýsingar um erindin er að finna á heimasíðu sálfræðingafélagsins, www.sal.is og á Facebook síðu félagsins, www.facebook.com/salfraedingafelagislands/. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun