Tímamótadagur Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2024 10:33 Þann 2.september sl. var tímamótadagur í þjónustu við fólk með fíknsjúkdóma. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson staðfesti viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknsjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Þetta er tímamótadagur því einstaklingar sem þjást af alvarlegri fíkn geta fengið hjálp fyrr, fengið viðeigandi aðstoð hjá SÁÁ til að bæta lífsgæði sín verulega. Jafnvel upplifað allt annað líf. Þetta er tímamótadagur því hann formgerir samvinnu milli stofnana, viðurkennir hlutverk SÁÁ sem mikilvægan hlekk í heilbrigðiskerfinu, eykur samfellu milli þjónustuþrepa og bætir verulega, með styrkum stuðningi heilbrigðisyfirvalda, aðgengi fólks með fíknsjúkdóm að nauðsynlegri, sérhæfðri þjónustu SÁÁ. Þetta er tímamótadagur því með nýjum viðauka mun vera hægt að mæta þörf fyrir lífsbjargandi lyfjameðferð við ópíóíðafíkn, mæta ólíkum þörfum þeirra sem nota ópíóíða með skaðaminnkandi nálgun og auka aðgengi að samhliða sálfélagslegum stuðningi. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson ásamt Sjúkratryggingum Íslands hafa með þessum viðauka sýnt það í verki að þau eru tilbúin til að horfast í augu við og mæta þörfum fólks með fíknsjúkdóma, hlusta á fagfólk og styðja það til góðra verka. Fyrir það erum við þakklát í dag og hlökkum til áframhaldandi samtals um heildarsamning til lengri framtíðar um þjónustu SÁÁ. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þann 2.september sl. var tímamótadagur í þjónustu við fólk með fíknsjúkdóma. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson staðfesti viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknsjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Þetta er tímamótadagur því einstaklingar sem þjást af alvarlegri fíkn geta fengið hjálp fyrr, fengið viðeigandi aðstoð hjá SÁÁ til að bæta lífsgæði sín verulega. Jafnvel upplifað allt annað líf. Þetta er tímamótadagur því hann formgerir samvinnu milli stofnana, viðurkennir hlutverk SÁÁ sem mikilvægan hlekk í heilbrigðiskerfinu, eykur samfellu milli þjónustuþrepa og bætir verulega, með styrkum stuðningi heilbrigðisyfirvalda, aðgengi fólks með fíknsjúkdóm að nauðsynlegri, sérhæfðri þjónustu SÁÁ. Þetta er tímamótadagur því með nýjum viðauka mun vera hægt að mæta þörf fyrir lífsbjargandi lyfjameðferð við ópíóíðafíkn, mæta ólíkum þörfum þeirra sem nota ópíóíða með skaðaminnkandi nálgun og auka aðgengi að samhliða sálfélagslegum stuðningi. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson ásamt Sjúkratryggingum Íslands hafa með þessum viðauka sýnt það í verki að þau eru tilbúin til að horfast í augu við og mæta þörfum fólks með fíknsjúkdóma, hlusta á fagfólk og styðja það til góðra verka. Fyrir það erum við þakklát í dag og hlökkum til áframhaldandi samtals um heildarsamning til lengri framtíðar um þjónustu SÁÁ. Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar