Frá bankahruni til heimsfaraldurs Ásgeir Jónsson skrifar 3. september 2024 08:33 Frá bankahruni til heimsfaraldurs: Gagnrýnin hugsun á krossgötum 1.1 Tvískynjunarháttur fjölmiðla og stjórnvalda Haustið 2008 varð eitt mesta efnahagshrun Íslandssögunnar. Í kjölfarið var ljóst að fjölmiðlar höfðu brugðist hlutverki sínu með því að gagnrýna ekki útrásarvíkingana nægilega. Þeir voru gagnrýndir fyrir að taka of mikið mark á fréttatilkynningum frá bönkunum án þess að kafa dýpra, og fyrir að fjalla jákvætt um útrás bankanna án þess að skoða undirliggjandi áhættu. Til dæmis voru fréttir af kaupum Baugs á erlendum verslanakeðjum oft settar fram sem sigrar án þess að skoða skuldastöðu fyrirtækisins. Stjórnvöld brugðust einnig herfilega við með áformum um að gera Ísland að fjármálamiðstöð, og enginn fjölmiðill véfengdi það, ekki heldur Seðlabankinn. Fjölmiðlar áttu að vera gagnrýnir og veita aðhald, en það átti líka við um stjórnvöld og eftirlitsaðila. Eftir hrunið var kallað eftir aukinni gagnrýninni hugsun til að koma í veg fyrir að svipaðar aðstæður endurtækju sig. 1.2 COVID-19: Sömu mistök endurtekin Þegar heimsfaraldurinn skall á, leiddu Alma D. Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason upplýsingagjöf og ákvarðanatöku um viðbrögð við faraldrinum. Þríeykið naut mikils trausts í samfélaginu, en þeir sem gagnrýndu ákvarðanir þess mættu oft harðri gagnrýni. Þetta bendir til þess að gagnrýnin hugsun og virðing fyrir tjáningarfrelsi væru aftur á undanhaldi. Því má segja að sömu mistökin, sem aldrei máttu gerast aftur, hafi gerst aftur rúmlega áratug síðar. Hvað getum við hugsanlega lært af þessu? Að tjáningarfrelsi og gagnrýnin hugsun er ekkert grín, sem hentar bara þegar það á við. Tjáningarfrelsi var ekki sett fram til að verja skoðanir meirihlutans, það var sett fram til að tryggja að allar raddir fengju að heyrast. Raunverulegt tjáningarfrelsi er forsenda þess að samfélagið geti lært af mistökum fortíðar og tekist á við áskoranir framtíðar af skynsemi. Það er ekki bara réttur, heldur skylda okkar allra að vernda þennan hornstein lýðræðisins. Við skulum enda þetta á Voltaire, franski heimspekingurinn Voltaire er einn af frægustu málsörum tjáningarfrelsis. Hann barðist gegn ritskoðun og verndaði tjáningarfrelsi í skrifum sínum. Árið 1770 skrifaði Voltaire í bréfi til Monsieur l'Abbé: „Ég fyrirlít það sem þú skrifar, en ég myndi gefa líf mitt til að gera þér kleift að halda áfram að skrifa.“ Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Frá bankahruni til heimsfaraldurs: Gagnrýnin hugsun á krossgötum 1.1 Tvískynjunarháttur fjölmiðla og stjórnvalda Haustið 2008 varð eitt mesta efnahagshrun Íslandssögunnar. Í kjölfarið var ljóst að fjölmiðlar höfðu brugðist hlutverki sínu með því að gagnrýna ekki útrásarvíkingana nægilega. Þeir voru gagnrýndir fyrir að taka of mikið mark á fréttatilkynningum frá bönkunum án þess að kafa dýpra, og fyrir að fjalla jákvætt um útrás bankanna án þess að skoða undirliggjandi áhættu. Til dæmis voru fréttir af kaupum Baugs á erlendum verslanakeðjum oft settar fram sem sigrar án þess að skoða skuldastöðu fyrirtækisins. Stjórnvöld brugðust einnig herfilega við með áformum um að gera Ísland að fjármálamiðstöð, og enginn fjölmiðill véfengdi það, ekki heldur Seðlabankinn. Fjölmiðlar áttu að vera gagnrýnir og veita aðhald, en það átti líka við um stjórnvöld og eftirlitsaðila. Eftir hrunið var kallað eftir aukinni gagnrýninni hugsun til að koma í veg fyrir að svipaðar aðstæður endurtækju sig. 1.2 COVID-19: Sömu mistök endurtekin Þegar heimsfaraldurinn skall á, leiddu Alma D. Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason upplýsingagjöf og ákvarðanatöku um viðbrögð við faraldrinum. Þríeykið naut mikils trausts í samfélaginu, en þeir sem gagnrýndu ákvarðanir þess mættu oft harðri gagnrýni. Þetta bendir til þess að gagnrýnin hugsun og virðing fyrir tjáningarfrelsi væru aftur á undanhaldi. Því má segja að sömu mistökin, sem aldrei máttu gerast aftur, hafi gerst aftur rúmlega áratug síðar. Hvað getum við hugsanlega lært af þessu? Að tjáningarfrelsi og gagnrýnin hugsun er ekkert grín, sem hentar bara þegar það á við. Tjáningarfrelsi var ekki sett fram til að verja skoðanir meirihlutans, það var sett fram til að tryggja að allar raddir fengju að heyrast. Raunverulegt tjáningarfrelsi er forsenda þess að samfélagið geti lært af mistökum fortíðar og tekist á við áskoranir framtíðar af skynsemi. Það er ekki bara réttur, heldur skylda okkar allra að vernda þennan hornstein lýðræðisins. Við skulum enda þetta á Voltaire, franski heimspekingurinn Voltaire er einn af frægustu málsörum tjáningarfrelsis. Hann barðist gegn ritskoðun og verndaði tjáningarfrelsi í skrifum sínum. Árið 1770 skrifaði Voltaire í bréfi til Monsieur l'Abbé: „Ég fyrirlít það sem þú skrifar, en ég myndi gefa líf mitt til að gera þér kleift að halda áfram að skrifa.“ Höfundur er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar