Hver þvælist fyrir hverjum! Haraldur Þór Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 08:30 Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar