Loftslagsaðgerðir í sátt við líffræðilega fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir og Guðrún Schmidt skrifa 19. ágúst 2024 17:00 Mikil umræða er búin að vera í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um skógrækt til kolefnisbindingar í mólendi í Saltvík við Húsavík. Gróið berjaland var plægt upp þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga hjá Náttúrustofu Norðvesturlands. Prófessor í landnýtingu segir að þegar horft er til langs tíma sé lággróður, líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík, betri til bindingar á kolefni en skógur. Slík landsvæði ættu að njóta verndar samkvæmt Bernarsamningnum. Formaður Fuglaverndar telur þar að auki að ýmis lög hafi verið brotin því m.a. var landið plægt upp á varptíma. Landvernd tekur undir þessa gagnrýni og kallar eftir víðtækri endurskoðun á skógrækt í tengslum við kolefnisbindingu. Íslensk náttúra og alþjóðlegir samningar Hlutverk Landverndar er m.a. að standa vörð um íslenska náttúru og samtökin leggja áherslu á að staðið sé við alþjóðlega samninga. Það kemur skýrt fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að loftslagsaðgerðir verða að taka tillit til náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni (lífbreytileika). Með Heimsmarkmiðunum, Parísarsamkomulaginu og nú síðast Kunming-Montréal stefnunni um líffræðilega fjölbreytni hafa þjóðir heims skilgreint hvað þarf að gera til að leiða heimsbyggðina á braut sjálfbærrar þróunar, koma í veg fyrir hrun vistkerfa og samfélaga og stuðla að endurreisn náttúru. Vistkerfisnálgun (e. Ecosystem approach) er sú aðferðafræði sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni mælir með í skipulagi, en þar er stuðlað að samræmi milli verndunar vistkerfa og sjálfbærrar nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi. Endurheimt vistkerfa er sú alþjóðlega viðurkennda aðferð sem vísindasamfélagið hefur bent á að sé árangursríkust í bæði kolefnisbindingu og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Síðast en ekki síst, þá er áratugurinn 2021-2030 helgaður endurheimt vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Ákall um endurskoðun, samvinnu og skipulag Til að ná sátt um landnýtingu og aðgerðir til kolefnisbindingar þarf að fara í víðtæka endurskoðun á málefninu. Prófessor í vistfræði hefur áður skorað á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu. Landvernd tekur undir þessa áskorun og hefur áhuga á að taka virkan þátt í slíkri vinnu. Aðferðafræði vistkerfisnálgunar myndi henta afar vel í þeirri vegferð. Höfundar eru sérfræðingar hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Norðurþing Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða er búin að vera í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um skógrækt til kolefnisbindingar í mólendi í Saltvík við Húsavík. Gróið berjaland var plægt upp þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga hjá Náttúrustofu Norðvesturlands. Prófessor í landnýtingu segir að þegar horft er til langs tíma sé lággróður, líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík, betri til bindingar á kolefni en skógur. Slík landsvæði ættu að njóta verndar samkvæmt Bernarsamningnum. Formaður Fuglaverndar telur þar að auki að ýmis lög hafi verið brotin því m.a. var landið plægt upp á varptíma. Landvernd tekur undir þessa gagnrýni og kallar eftir víðtækri endurskoðun á skógrækt í tengslum við kolefnisbindingu. Íslensk náttúra og alþjóðlegir samningar Hlutverk Landverndar er m.a. að standa vörð um íslenska náttúru og samtökin leggja áherslu á að staðið sé við alþjóðlega samninga. Það kemur skýrt fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að loftslagsaðgerðir verða að taka tillit til náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni (lífbreytileika). Með Heimsmarkmiðunum, Parísarsamkomulaginu og nú síðast Kunming-Montréal stefnunni um líffræðilega fjölbreytni hafa þjóðir heims skilgreint hvað þarf að gera til að leiða heimsbyggðina á braut sjálfbærrar þróunar, koma í veg fyrir hrun vistkerfa og samfélaga og stuðla að endurreisn náttúru. Vistkerfisnálgun (e. Ecosystem approach) er sú aðferðafræði sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni mælir með í skipulagi, en þar er stuðlað að samræmi milli verndunar vistkerfa og sjálfbærrar nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi. Endurheimt vistkerfa er sú alþjóðlega viðurkennda aðferð sem vísindasamfélagið hefur bent á að sé árangursríkust í bæði kolefnisbindingu og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Síðast en ekki síst, þá er áratugurinn 2021-2030 helgaður endurheimt vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Ákall um endurskoðun, samvinnu og skipulag Til að ná sátt um landnýtingu og aðgerðir til kolefnisbindingar þarf að fara í víðtæka endurskoðun á málefninu. Prófessor í vistfræði hefur áður skorað á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu. Landvernd tekur undir þessa áskorun og hefur áhuga á að taka virkan þátt í slíkri vinnu. Aðferðafræði vistkerfisnálgunar myndi henta afar vel í þeirri vegferð. Höfundar eru sérfræðingar hjá Landvernd.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun