Rændur á flugvelli eftir bronsið á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 21:46 Hideki Matsuyama með hinum verðlaunahöfunum í golfi karla á Ólympíuleikunum í ár, þeim Scottie Scheffler sem vann gull og Tommy Fleetwood sem vann silfur. Getty/James Gilbert Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, kylfusveinn hans og þjálfari urðu fyrir því óláni að vera rændir á flugvelli í Lundúnum, á leið sinni í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar í dag og segja að veski Matsuyama hafi verið stolið, auk þess sem vegabréfum og vegabréfsáritunum var stolið af kylfusveini hans, Shota Hayato, og þjálfaranum Mikihito Kuromiya. Málið veldur þar af leiðandi umtalsverðum vandræðum fyrir þríeykið því þeir Hayato og Kuromiya urðu að snúa heim til Japans til þess að fá ný vegabréf. Samkvæmt frétt Reuters munu þeir í besta falli fá að koma til Bandaríkjanna í lok þessa mánaðar þegar lokamót PGA-úrslitakeppninnar, eða FedEx-bikarsins, fer fram í Atlanta. „Það er möguleiki á að þeir komist þangað en við verðum að fara inn í þetta með það í huga að líkurnar séu nálægt núlli,“ sagði Matsuyama við Golf Digest. Japaninn átti góðu gengi að fagna á nýafstöðnum Ólympíuleikum þar sem hann vann til bronsverðlauna. Hann er í 12. sæti heimslistans. Matsuyama æfði á TPC Southwind golfsvæðinu í Memphis í dag og þar á hann að spila næstu daga. Efstu fimmtíu kylfingarnir komast áfram á BMW meistaramótið í Colorado sem fram fer 22.-25. ágúst, og þaðan fara svo þrjátíu bestu kylfingarnir á lokamótið í Atlanta. Golf Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Frá þessu greina japanskir fjölmiðlar í dag og segja að veski Matsuyama hafi verið stolið, auk þess sem vegabréfum og vegabréfsáritunum var stolið af kylfusveini hans, Shota Hayato, og þjálfaranum Mikihito Kuromiya. Málið veldur þar af leiðandi umtalsverðum vandræðum fyrir þríeykið því þeir Hayato og Kuromiya urðu að snúa heim til Japans til þess að fá ný vegabréf. Samkvæmt frétt Reuters munu þeir í besta falli fá að koma til Bandaríkjanna í lok þessa mánaðar þegar lokamót PGA-úrslitakeppninnar, eða FedEx-bikarsins, fer fram í Atlanta. „Það er möguleiki á að þeir komist þangað en við verðum að fara inn í þetta með það í huga að líkurnar séu nálægt núlli,“ sagði Matsuyama við Golf Digest. Japaninn átti góðu gengi að fagna á nýafstöðnum Ólympíuleikum þar sem hann vann til bronsverðlauna. Hann er í 12. sæti heimslistans. Matsuyama æfði á TPC Southwind golfsvæðinu í Memphis í dag og þar á hann að spila næstu daga. Efstu fimmtíu kylfingarnir komast áfram á BMW meistaramótið í Colorado sem fram fer 22.-25. ágúst, og þaðan fara svo þrjátíu bestu kylfingarnir á lokamótið í Atlanta.
Golf Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira