Samstaða kennara skiptir máli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 18:01 Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samkvæmt fræðunum flokkast 10% mannkyns sem „high conflicht people“ sem má þýða á íslensku sem „samskiptadólgar“. Það er mjög erfitt að eiga samskipti við fólk í þessum hópi og oft á tíðum ekki hægt því yfirgangur þess, ruddaskapur og ómálefnalegt innlegg býður ekki upp á það. Kennarastéttin eins og aðrir hafa í gegnum tíðina þurft að glíma við þennan hóp sem hefur orðið til þess að margir kennarar veigra sér við að láta skoðanir sínar í ljós. Það hafa flestir skoðun á skólamálum og við sem störfum innan skólanna fáum svo sannarlega að heyra hvað öðrum finnst. Það er ekkert hafið yfir gagnrýni en það skiptir máli hvernig samræðan á sér stað. Nýleg rannsókn á gæðum kennslu á unglingastigi á Norðurlöndunum bendir okkur Íslendingum á að eitt af því sem að við þurfum að taka föstum tökum er að bæta samræðulistina. Samkvæmt þessari rannsókn þá erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna hvað samræðulist varðar og sér maður þetta glöggt í skólastofunni því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Nú eru grunnskólakennarar samningslausir og er það ekki í fyrsta skiptið. Staðan er sú að viðsemjendur koma sér ekki saman um viðmiðunarhópa því stærsta hagsmunamál kennarastéttarinnar er jöfnun launa á milli markaða. Forsenda þess að hægt sé að mæla launamuninn og ákveða aðferðafræði leiðréttingarinnar er að þessir viðmiðunarhópar finnist svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi. Sem kennari hef ég áhyggjur af kjaramálum. Ég óttast það að við missum fleiri hæfa starfsmenn úr stéttinni því að þeir hafa ekki efni á að starfa við það sem þeir brenna fyrir. Ég hef horft upp á samstarfsfélaga mína brenna upp til agna og veikjast vegna álags. Stjórnvöld þurfa að horfa til framtíðar og semja þannig við kennara að þeir haldist í starfi og það sé eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Við stöndum frammi fyrir því að kennarastéttin er að eldast og nýliðun er ekki eins og hún ætti að vera. Við erum með fjölda rannsókna sem benda okkur á hversu alvarlegt ástandið er í skólamálum. Það er erfitt að sigla skólaskútu í samfélagi þar sem þú veist aldrei hvort að þú náir að fullmanna skútuna og það er einnig erfitt að vera um borð í skútu þar sem reddingar eiga sér stað. Í þannig aðstæðum verður álagið meira með tilheyrandi fórnarkostnaði. Ég er stolt að tilheyra stétt fagmanna sem brennur fyrir málefninu og ég tel að við sem störfum innan skólanna þurfum að þjappa okkur betur saman sem stétt og miðla því sem er að gerast innan skólanna til þeirra sem hafa ekki innsýn inn í okkar veruleika. Sumir halda kannski að allar fjölskyldur hafi efni á því að kaupa skólamáltíð fyrir börn sín en svo er ekki. Við megum ekki láta samskiptadólgana þagga niður í okkur því þá náum við ekki að miðla vitneskju okkar til annarra og hafa skoðanaskipti. Við megum heldur ekki láta vinnuna taka yfir allt okkar líf því þá höfum við ekki orku til að hittast og eiga samtal sem er forsenda þess að vera samstíga. Gerum okkar besta til að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Nýtt skólaár er að hefjast, munum að setja súrefnisgrímuna fyrst á okkur svo að við getum stutt við aðra. Munum að oft glymur hátt í tómri tunnu og látum því samskiptadólgana ekki slá okkur út af laginu. Stígum sterk saman inn í nýjan vetur og látum raddir okkar heyrast. Höfundur er sérkennari og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun