Daginn eftir og hinir 364 Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2024 13:31 Nú er Gleðigöngunni lokið þetta árið, gaman hvað mörg gátu mætt, en baráttan heldur áfram, við megum aldrei sofna á verðinum né loka augunum fyrir hatursorðræðu og mismunun. Það er hægt að halda mannesku niðri, en þá smátt og smátt veslast hún upp og hverfur. Það er líka hægt að lifta manneskju upp og sjá hana blómstra í öryggi og ást. Öll bóm eru falleg og eiga jafnan tilverurétt hvort sem það er Fífill eða hin fegursta rós, njótum fjörbreytileikans í öllum litum regnbogans, höfum blómagarðinn okkar litskrúðugann, maður getur alltaf á sig blómum bætt. Fögnum öllum þessum nýju hinsegin orðum, við verndum ekki Íslenskuna með því að láta hana staðna hún verður að fylgja tísku og straumum annars deyr hún, hrósum frekar þeim sem bjuggu öll þessi flottu orð til á Íslensku, annars væru þau á ensku ekki væri það betra. Ég er ekki búin að ná þeim öllum né skilja hvað þau standa fyrir en þetta síast smátt og smátt inn í minn gamla gráa haus. Veitum okkar nánustu öryggi og skjól til að vera þau sjálf, verum til staðar og elskum þau skilyrðislaust, þetta er nógu erfitt samt, þau verða að geta leitað til og treyst sínum nánustu því heimurinn er enn fullur af bjánum sem halda að þau og þeirra sé merkilegra eða meira en annara, lítilmenni sem finna þörf hjá sér til að níðast á öðrum vegna kynhnegðar, litarhafts, trúar eða þjóðerni án þess að sjá hvað það gerir þá sjálf lítil og ómerkileg. "Er ekki nóg af hommum á Íslandi" sagði maðurinn eins og frægt er orðið og tókst með þessari litlu setningu að ráðast gegn tvem minnihlutahópum, hælisleitendum og hommum, eftir því sem ég kemst næst er svarið nei, það er alveg pláss fyrir fleiri bæði homma og hælisleitendur, jafnvel samkynhneigða hælisleitendur ef út í það er farið. Hver manneskja hið fegursta blóm Í ást og gleði vex og dafnar Hefjum upp okkar sterkasta róm Því ástin öllu hatri hafnar Höfundur er gömul kelling út á landi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Halldór 14.09.2024 Halldór Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson Skoðun Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Hver er hin raunverulega ástæða fyrir einangrun Gazasvæðisins? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland sömu leið og Svíar? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard skrifar Skoðun Að koma í heiminn, að fæðast með öllu því sem verður Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Neyð og mjúkur sandur Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Hryðjuverkaríkið Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Menntun sem nýtist í starfi Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun „Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar Skoðun Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar Skoðun Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Mannréttindabarátta í fimmtíu ár Anna Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar spegillinn lýgur: Líkamsskynjunarröskun Ásmundur Gunnarsson skrifar Skoðun Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar Skoðun Hvers vegna borðar fólkið ekki bara kökur? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Mikilvægi vísinda í þróun endurhæfingarstarfs á Reykjalundi Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú er Gleðigöngunni lokið þetta árið, gaman hvað mörg gátu mætt, en baráttan heldur áfram, við megum aldrei sofna á verðinum né loka augunum fyrir hatursorðræðu og mismunun. Það er hægt að halda mannesku niðri, en þá smátt og smátt veslast hún upp og hverfur. Það er líka hægt að lifta manneskju upp og sjá hana blómstra í öryggi og ást. Öll bóm eru falleg og eiga jafnan tilverurétt hvort sem það er Fífill eða hin fegursta rós, njótum fjörbreytileikans í öllum litum regnbogans, höfum blómagarðinn okkar litskrúðugann, maður getur alltaf á sig blómum bætt. Fögnum öllum þessum nýju hinsegin orðum, við verndum ekki Íslenskuna með því að láta hana staðna hún verður að fylgja tísku og straumum annars deyr hún, hrósum frekar þeim sem bjuggu öll þessi flottu orð til á Íslensku, annars væru þau á ensku ekki væri það betra. Ég er ekki búin að ná þeim öllum né skilja hvað þau standa fyrir en þetta síast smátt og smátt inn í minn gamla gráa haus. Veitum okkar nánustu öryggi og skjól til að vera þau sjálf, verum til staðar og elskum þau skilyrðislaust, þetta er nógu erfitt samt, þau verða að geta leitað til og treyst sínum nánustu því heimurinn er enn fullur af bjánum sem halda að þau og þeirra sé merkilegra eða meira en annara, lítilmenni sem finna þörf hjá sér til að níðast á öðrum vegna kynhnegðar, litarhafts, trúar eða þjóðerni án þess að sjá hvað það gerir þá sjálf lítil og ómerkileg. "Er ekki nóg af hommum á Íslandi" sagði maðurinn eins og frægt er orðið og tókst með þessari litlu setningu að ráðast gegn tvem minnihlutahópum, hælisleitendum og hommum, eftir því sem ég kemst næst er svarið nei, það er alveg pláss fyrir fleiri bæði homma og hælisleitendur, jafnvel samkynhneigða hælisleitendur ef út í það er farið. Hver manneskja hið fegursta blóm Í ást og gleði vex og dafnar Hefjum upp okkar sterkasta róm Því ástin öllu hatri hafnar Höfundur er gömul kelling út á landi
Skoðun Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar