„Hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 13:30 Omoul Sarr spilar í Bónus deildinni á næstu leiktíð. @tindastollkarfa Nýliðar Tindastóls fá til sín mjög reynda og öfluga landsliðskonu fyrir næsta vetur og Stólarnir ætla augljóslega að setja mikið púður í kvennaliðið sitt. Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa) Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Tindastóll spilar í Bónus deild kvenna í körfubolta á komandi vetri og það er óhætt að segja að Stólarnir hafi verið duglegir að styrkja liðið sitt fyrir fyrsta tímabil kvennaliðsins í efstu deild í 24 ár. Nú síðast samdi Tindastóll við senegölsku landsliðskonuna Omoul Sarr en þetta er mikill reynslubolti úr evrópska körfuboltanum. Þetta er fjórði erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við nýliðana. Lengi í spænsku deildinni Sarr er fertug og 190 sentímetrar á hæð. Hún hefur meðal annars unnið þrenn silfuverðlaun með senegalska landsliðinu í Afríkukeppninni, 2018, 2019 og nú síðast 2023. Hún hefur alls spilað fjórtán leiki með Senegal í úrslitakeppni HM og var með 9,5 stig að meðaltali á HM 2019. Sarr lék lengst af með liði Euskotren á Spáni. Hún á tvö tímabil í efstu deild á Spáni með yfir fjórtán stig að meðaltali í leik og sex tímabil með yfir tíu stig í leik. Hún var síðast hjá Freseras í Mexíkó þar sem hún var með 5,9 stig, 3,3 fráköst, 2,6 stoðsendingar og 1,1 varið skot að meðaltali á 26,1 mínútum í leik. Með gríðarlega reynslu „Sarr hefur gríðarlega reynslu af því að spila í efstu deildum í Evrópu og um allan heim. Hún er góð fyrirmynd sem íþróttamaður og hugsar vel um líkamann sem gerir henni kleift að vera enn að spila keppnisbolta. Hún er leiðtogi innan vallar sem utan. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hana í Tindastól. Hún er sterkur leikmaður sem stígur upp í stórleikjum og þegar liðið þarf mest á henni að halda,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastólsliðsins, í frétt á miðlum Stólanna. Sarr sjálf er líka spennt fyrir að spila á allt öðruvísi stað en hún er vön. Takast á við nýjar áskoranir „Ég hlakka mikið til að koma á Sauðárkrók, kynnast liðsfélögum mínum, klúbbnum og bænum. Ég haf talað við Martin þjálfara og mér líst mjög vel á markmið hans og allra sem koma að körfuboltanum. Ég hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt svo ég hlakka mikið til að takast á við nýjar áskoranir og læra eitthvað nýtt,“ sagði Omoul Sarr. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafði áður samið við spænska leikstjórnandann Paula Cánovas, spænska bakvörðinn Lauru Chahrour og hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liðinu næsta vetur. Þær eru allar bakverðir en nú fengu Stólarnir einnig öflugan leikmann undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll Körfubolti (@tindastollkarfa)
Subway-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira