Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2024 20:30 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi í gegnum Keflavíkurflugvöll voru um það bil 212 þúsund í nýliðnum júnímánuði, en það er um 21 þúsund færri brottfariar en mældust í fyrra, eða lækkun um níu prósentustig. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Jón Bjarki fjórar ástæður fyrir þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafði gosórói og jarðhræringar á Reykjanesi ekki góð áhrif út á við og fréttaflutningur af því. Í öðru lagi er landið orðið dýrt heim að sækja. Við höfum svo sem löngum verið dýr, en við erum í samkeppnisumhverfi og það hefur áhrif. Í þriðja lagi þá virðist sem nýjabrumið sé svolítið að fara af Íslandi sem áfangastað,“ sagði Jón. „Ég hef heyrt að aðrar norðurlandaþjóðir, ekki síst Noregur, sé svolítið að njóta góðs af einhverjum tískustraumi sem liggi þangað til norðurslóðaferða. Í fjórða lagi þá er einfaldlega að hægjast á vexti ferðaþjónustu í okkar heimshluta eftir að allir voru að hlaupa af sér hornin eftir Covid.“ Málið sé þó ekki einsýnt. Þessari þróun fylgi kostir. „Vissulega er það ekki gott ef útflutningstekjur þjóðarbúsins verða minni heldur en við væntum í litlu útflutningsdrifnu hagkerfi. En á móti vegur að hagkerfið okkar er býsna heitt, og það hafa ýmsir bent á að það þyrfti að kæla það.“ Að sögn Jóns Bjarka gæti þróunin haft áhrif á íbúamarkað og vinnumarkað. „Á íbúamarkaði gætum við bæði séð hægari fólksfjölgun vegna þess hve margir innflytjenda tengjast þessari grein og vöxtur þeirra hefur haldist í hendur við vöxt hennar. Við gætum séð minni eftirspurn frá því fólki eftir íbúðum og á sama tíma gæti Airbnb orðið minna vinsælt hjá ferðamönnum og þær íbúðir gætu þá komið inn á leigumarkað og hugsanlega sölumarkað,“ sagði Jón. „Áhrifin á vinnumarkað gætu einnig verið töluverð. Þar höfum við verið að sjá umtalsverða spennu, sem gæti þá minnkað allhratt og minnkað hættu á launaskriði og þar fram eftir götunum.“ Jón sagði að með kólnun á hagkerfinu fælust að minnsta kosti góðar fréttir fyrir Seðlabankann. „Hann hefur áhyggjur af ofhitnun og vill sjá meira jafnvægi í hagkerfinu áður en hann hefur vaxtalækkunarferli.“ Þá er ekki útilokað að vextir lækki hraðar, en það muni skýrast á næstu mánuðum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Seðlabankinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira