Stórkostlegt svar hjá íslensku strákunum eftir skellinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 12:51 Daníel Ágúst Halldórsson stýrði leik íslenska liðsins með glæsibrag í dag og gaf alls níu stoðsendingar. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta fór á kostum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta i Póllandi. Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira