Þau vilja ekki leysa vandann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 09:01 Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki. Annars vegar eru réttmætar efasemdir almennings um að afnám samkeppni skili öllum sem hlut eiga að máli ábata; bændum, afurðastöðvum og neytendum. Í þessu samhengi telur fólk að sérhagsmunir hafi verið teknir fram yfir almannahagsmuni. Hins vegar eru einnig réttmætar efasemdir um að með þessu sé verið að taka á helsta rekstrarvanda landbúnaðarins. Þvert á móti sé verið að loka augunum fyrir honum. Raunverulegi vandinn Enginn dregur í efa að stækkun framleiðslueininga leiðir oft til aukinnar framleiðni og ábata. Hitt er jafn þekkt lögmál að einokun og fákeppni kemur í veg fyrir að ábatinn dreifist með réttmætum hætti. Afnám samkeppnisreglna kallar í raun á að verðákvarðanir flytjist frá markaðnum til opinberra aðila. Það er ekki skilvirk leið en eiginlega óhjákvæmileg ef samkeppnisreglur eru teknar úr gildi. Eins og staðan er núna eru bændur og neytendur úti á berangri meðan milliliðirnir byggja sér skjól eftir eigin geðþótta. Og vega og meta síðan hvort og hvaða brauðmola eigi að láta af hendi. Með uppklappi frá ríkisstjórnarflokkunum. Síðan er hitt að ekki hefur verið sýnt fram á að skortur á heimildum til sameiningar afurðastöðva hafi verið helsti vandi landbúnaðarins. Þvert á móti voru slíkar heimildir þegar fyrir hendi gegn sambærilegum skilyrðum og eru í nágrannaríkjunum um að samkeppnisyfirvöld geti gætt að hagsmunum bænda og neytenda. Í Morgunblaðsviðtali sagði forstjóri Norðlenska og Kjarnafæðis að rekstur þess hefði gengið ágætlega en fjármagnskostnaðurinn væri helsta hindrunin. Ég held að forstjórinn segi satt um þann raunverulega vanda sem þarf að takast á við. En það verður ekki gert með því að klippa á samkeppnisreglur. Gömul saga Þetta eru að vísu ekki ný tíðindi. Árum saman hefur legið fyrir að fjármagnskostnaður væri helsta ástæðan fyrir ójöfnum samkeppnisskilyrðum milli landbúnaðar á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Þetta er líka í samræmi við áhyggjur margra bænda af sligandi vaxtakostnaði en þær komu skýrt fram í samtali við bændur á ferðum mínum um landið á síðustu vikum og mánuðum. Þá vaknar spurningin hvers vegna þingmenn stjórnarflokkanna byrja ekki að taka á þessum raunverulega vanda landbúnaðarins. Þeir vita hvað þarf að gera. Klípan er sú að það vilja þeir ekki. Því ráða ekki bara kreddur heldur einnig oftrú á miðstýringu og millifærslum. Frjáls gjaldeyrisviðskipti eru grunnregla í íslenskum rétti. En af því að krónan er ósamkeppnishæf er undantekningin frá frjálsum viðskiptum gerð að aðalreglu. Með pólitískri meðvitund gömlu flokkanna. Líka þeim flokki sem kenndi sig eitt sinn við frelsi og samkeppni. Til að tryggja síðan fjármálastöðugleika er bændum og afurðastöðvum, líkt og heimilunum bannað að taka lán á sömu kjörum og sjávarútvegsfyrirtækin, flugfélögin, stærstu hótelin, stóriðjan og þekkingariðnaðurinn. Við vitum að stýrivextir snerta ekki alla í samfélaginu okkar. Í þessu öllu felst hvorki efnahagslegt né félagslegt réttlæti. Jöfn tækifæri eða forræðishyggja Hinn hugmyndafræðilegi ágreiningur snýst einmitt um þetta. Þingmenn stjórnarflokkanna vilja kaupa framhaldslíf krónunnar því verði að takmarka frjáls viðskipti. Og þvinga þar með bændur, afurðastöðvar og heimilin í landinu til að greiða hærri vexti en þeir sem eru í aðstöðu til að njóta frelsisins. Þingmenn Viðreisnar vilja hins vegar fórna krónunni til þess að tryggja bændum, afurðastöðvum og heimilum landsins jafna möguleika. Að þau njóti jafnra tækifæra á við útflutningsfyrirtækin til að sækja lánsfjármagn í sama vaxtaumhverfi og útflutningsgreinarnar. Viðreisn vill einfaldlega að allir eigi þess kost að greiða svipaða vexti og í nágrannalöndunum eða allt að þrisvar sinnum lægri vexti. En ekki bara sumir. Þetta er á endanum eina leiðin sem getur tryggt bændum jafna samkeppnisstöðu á við bændur á öðrum Norðurlöndum. Hér róa á annað borðið þeir sem trúa á forsjárhyggju, miðstýringu og höft. Á hitt borðið róa þeir sem trúa á samfélag jafnra tækifæra og einstaklingsfrelsi. Tökum samtalið um raunverulega vandann Vegna sérstöðu landbúnaðarins og mikilvægis hans erum við sem sitjum á þingi fyrir Viðreisn alveg opin fyrir því að hann njóti rýmri reglna og sértæks stuðnings. En hitt að afnema samkeppnisreglur er með öllu óviðunandi. Og án þess að fela þriðja aðila að ákveða verð til bænda og neytenda er það efnahagslega dæmt til að mistakast og siðferðilega rangt. Kjarni málsins er sá að afnám samkeppnisreglna leysir ekki kreppuna í íslenskum landbúnaði. Engan veginn. Það verður ekki gert nema að taka á því sem kreppunni veldur. Það er sannarlega að mörgu að hyggja þegar koma þarf kerfinu og grunnstoðunum í lag. Eftir að hafa sótt fund Bændasamtakanna á Selfossi síðastliðið haust undir yfirskriftinni „Tökum samtalið“ skrifaði ég grein í Bændablaðið þar sem ég varpaði upp ýmsum álitaefnum varðandi klemmu landbúnaðarins og tók vel í beiðni bændaforystunnar um samtal við stjórnmálin. Ég er enn sannfærð um að einlægt samtal um raunverulegan vanda landbúnaðarins sé líklegra til að finna árangursríkar leiðir en það bráðræði þingmanna stjórnarflokkanna og sú hneisa þeirra að afnema allar samkeppnisreglur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Búvörusamningar Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki. Annars vegar eru réttmætar efasemdir almennings um að afnám samkeppni skili öllum sem hlut eiga að máli ábata; bændum, afurðastöðvum og neytendum. Í þessu samhengi telur fólk að sérhagsmunir hafi verið teknir fram yfir almannahagsmuni. Hins vegar eru einnig réttmætar efasemdir um að með þessu sé verið að taka á helsta rekstrarvanda landbúnaðarins. Þvert á móti sé verið að loka augunum fyrir honum. Raunverulegi vandinn Enginn dregur í efa að stækkun framleiðslueininga leiðir oft til aukinnar framleiðni og ábata. Hitt er jafn þekkt lögmál að einokun og fákeppni kemur í veg fyrir að ábatinn dreifist með réttmætum hætti. Afnám samkeppnisreglna kallar í raun á að verðákvarðanir flytjist frá markaðnum til opinberra aðila. Það er ekki skilvirk leið en eiginlega óhjákvæmileg ef samkeppnisreglur eru teknar úr gildi. Eins og staðan er núna eru bændur og neytendur úti á berangri meðan milliliðirnir byggja sér skjól eftir eigin geðþótta. Og vega og meta síðan hvort og hvaða brauðmola eigi að láta af hendi. Með uppklappi frá ríkisstjórnarflokkunum. Síðan er hitt að ekki hefur verið sýnt fram á að skortur á heimildum til sameiningar afurðastöðva hafi verið helsti vandi landbúnaðarins. Þvert á móti voru slíkar heimildir þegar fyrir hendi gegn sambærilegum skilyrðum og eru í nágrannaríkjunum um að samkeppnisyfirvöld geti gætt að hagsmunum bænda og neytenda. Í Morgunblaðsviðtali sagði forstjóri Norðlenska og Kjarnafæðis að rekstur þess hefði gengið ágætlega en fjármagnskostnaðurinn væri helsta hindrunin. Ég held að forstjórinn segi satt um þann raunverulega vanda sem þarf að takast á við. En það verður ekki gert með því að klippa á samkeppnisreglur. Gömul saga Þetta eru að vísu ekki ný tíðindi. Árum saman hefur legið fyrir að fjármagnskostnaður væri helsta ástæðan fyrir ójöfnum samkeppnisskilyrðum milli landbúnaðar á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum. Þetta er líka í samræmi við áhyggjur margra bænda af sligandi vaxtakostnaði en þær komu skýrt fram í samtali við bændur á ferðum mínum um landið á síðustu vikum og mánuðum. Þá vaknar spurningin hvers vegna þingmenn stjórnarflokkanna byrja ekki að taka á þessum raunverulega vanda landbúnaðarins. Þeir vita hvað þarf að gera. Klípan er sú að það vilja þeir ekki. Því ráða ekki bara kreddur heldur einnig oftrú á miðstýringu og millifærslum. Frjáls gjaldeyrisviðskipti eru grunnregla í íslenskum rétti. En af því að krónan er ósamkeppnishæf er undantekningin frá frjálsum viðskiptum gerð að aðalreglu. Með pólitískri meðvitund gömlu flokkanna. Líka þeim flokki sem kenndi sig eitt sinn við frelsi og samkeppni. Til að tryggja síðan fjármálastöðugleika er bændum og afurðastöðvum, líkt og heimilunum bannað að taka lán á sömu kjörum og sjávarútvegsfyrirtækin, flugfélögin, stærstu hótelin, stóriðjan og þekkingariðnaðurinn. Við vitum að stýrivextir snerta ekki alla í samfélaginu okkar. Í þessu öllu felst hvorki efnahagslegt né félagslegt réttlæti. Jöfn tækifæri eða forræðishyggja Hinn hugmyndafræðilegi ágreiningur snýst einmitt um þetta. Þingmenn stjórnarflokkanna vilja kaupa framhaldslíf krónunnar því verði að takmarka frjáls viðskipti. Og þvinga þar með bændur, afurðastöðvar og heimilin í landinu til að greiða hærri vexti en þeir sem eru í aðstöðu til að njóta frelsisins. Þingmenn Viðreisnar vilja hins vegar fórna krónunni til þess að tryggja bændum, afurðastöðvum og heimilum landsins jafna möguleika. Að þau njóti jafnra tækifæra á við útflutningsfyrirtækin til að sækja lánsfjármagn í sama vaxtaumhverfi og útflutningsgreinarnar. Viðreisn vill einfaldlega að allir eigi þess kost að greiða svipaða vexti og í nágrannalöndunum eða allt að þrisvar sinnum lægri vexti. En ekki bara sumir. Þetta er á endanum eina leiðin sem getur tryggt bændum jafna samkeppnisstöðu á við bændur á öðrum Norðurlöndum. Hér róa á annað borðið þeir sem trúa á forsjárhyggju, miðstýringu og höft. Á hitt borðið róa þeir sem trúa á samfélag jafnra tækifæra og einstaklingsfrelsi. Tökum samtalið um raunverulega vandann Vegna sérstöðu landbúnaðarins og mikilvægis hans erum við sem sitjum á þingi fyrir Viðreisn alveg opin fyrir því að hann njóti rýmri reglna og sértæks stuðnings. En hitt að afnema samkeppnisreglur er með öllu óviðunandi. Og án þess að fela þriðja aðila að ákveða verð til bænda og neytenda er það efnahagslega dæmt til að mistakast og siðferðilega rangt. Kjarni málsins er sá að afnám samkeppnisreglna leysir ekki kreppuna í íslenskum landbúnaði. Engan veginn. Það verður ekki gert nema að taka á því sem kreppunni veldur. Það er sannarlega að mörgu að hyggja þegar koma þarf kerfinu og grunnstoðunum í lag. Eftir að hafa sótt fund Bændasamtakanna á Selfossi síðastliðið haust undir yfirskriftinni „Tökum samtalið“ skrifaði ég grein í Bændablaðið þar sem ég varpaði upp ýmsum álitaefnum varðandi klemmu landbúnaðarins og tók vel í beiðni bændaforystunnar um samtal við stjórnmálin. Ég er enn sannfærð um að einlægt samtal um raunverulegan vanda landbúnaðarins sé líklegra til að finna árangursríkar leiðir en það bráðræði þingmanna stjórnarflokkanna og sú hneisa þeirra að afnema allar samkeppnisreglur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun