Óttist ei að gjöra gott Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 9. júlí 2024 17:00 Suður-Frönsk vinkona mömmu ræddi við okkur á dögunum um síversnandi stjórnmálaástand í Frakklandi vegna kosninganna sem eru nú nýafstaðnar. Vöxtur hægri aflanna og ótti fólks var m.a. í umræðunni. Hún sagði okkur frá viðtali sem einhver fréttastöðin hefði tekið við eldri bónda sem bjó djúpt í próvensalskri sveit. Hann var spurður hvers vegna að hann styddi Le Front National, þ.e. öfga-hægriflokkinn. Hann svaraði því að þetta innflytjendavandamál væri náttúrulega algerlega hræðilegt, innflytjendur væru að taka allt yfir. „Nú?,“ sagði fréttamaðurinn þá og beindi upptökuvélinni að markaðstorginu. „Er mikið af þeim hér?“ Bóndinn neitaði með þjósti og fussaði yfir heimskulegri spurningunni. „Nei auðvitað ekki!“ og hélt áfram að hrista hausinn. „En hvað hræðistu þá?,“ spurði fréttamaðurinn. „Nú, ég hræddur við að verða hræddur,“ svaraði bóndinn. Og þar hitti hann naglann á höfuðið því að ég óttast einnig þennan ótta og hvers hann er megnugur! Vinkona mömmu hló að einfeldni franska bóndans og benti á að í næstu setningu fór bóndinn að ræða að allt væri í niðurníðslu í sveitunum og það sem vantaði fyrst og fremst væri fólk til að blása lífi í sveitirnar. Óttinn er prímus mótor nú eins og fyrir rúmlega 80 árum þegar fasismi og útlendingaandúð reið yfir álfuna. Óttinn stýrir stríðum, hörmungum, ofbeldi og þjóðarmorðum. Nei, ég ber ekki nýjar fréttir né gamlar. Dofin fljótum við að feigðarósi illskunnar en erum aukinheldur með stúkusæti að þjóðarmorði. Dofin segi ég því hvernig er hægt að halda sér vakandi dag eftir dag og horfa upp á morðingja murka lífið úr tveimur milljónum manns? Ég skil vel fólk sem vill ekki hlusta á fréttir, sem lætur eins og þetta sem er að gerast þarna langt í burtu komi okkur ekki við. Því hvernig er hægt að horfa upp á þessa slátrun? Þessa helför sem átti aldrei að endurtaka? Hvernig? Dag eftir dag, klukkustund eftir klukkustund, mínútu fyrir mínútu les ég fréttir af þjóðarmorði Ísraelsmanna á Palestínumönnum. Aldrei hef ég verið jafn meðvituð um stöðu mína, um forréttindi mín en einnig um hve helvíti máttlaus orð mín eða gjörðir eru. Líf mitt og vandamál, allt verður þetta svo lítilmótlegt þegar við horfum upp á barnamorð hvern einasta dag og þá þjóðernishreinsun sem á sér stað NÚNA. Enginn fjölmiðill virðist geta nefnt þessar sögulegu hörmungar réttu nafni. Hver einasti dagur byrjar með frétt um dauða Palestínubúa. Minnst 50 manns dóu í gær 8. júlí. 50 manns. Og ég hvað geri ég? Vakna, fer á fætur, bursta tennur, fer í vinnu, hjóla á kaffihús, kíki í heimsókn, fer í sumarfrí, les fréttir, skoða miðlana og reyni að muna hvað skal sniðganga, hvar ég á að mótmæla. Ég held áfram að gantast við vinina, hjálpa mömmu að flytja. Ég sé snjóinn bráðna, rigninguna rigna, sólina skína, set niður fræ, sé blóm blómstra, les bók, fer í bað, kem úr sumarfríi, fæ flensu, lifi dag eftir dag. Á dagskrá næstu viku verður á dagskrá næstu viku eins og sagði í áramótaskaupinu ´85. Lífið heldur miskunnarlaust áfram og ég er fullkomlega máttvana gagnvart ómennskunni. Á meðan Ísraelsmenn sprengja skóla, sjúkrahús, fæðingardeildir, bókasöfn, verslanir, hver einasti fermetri er ekkert nema rústir einar, hver einasta helvítis gangstétt. Ísraelsmenn skjóta sex ára barn 355 sinnum, myrða starfsmenn Rauða Hálfmánans, blaðamenn, skáld, afhöfða ungabörn, myrða heilu fjölskyldurnar, reka fólk á flótta og sprengja síðan tjaldbúðirnar þeirra. Myrða fólk sem bíður í röðum eftir að fá matarbita, myrða fólkið sem kemur með hjálpargögn til sveltandi fólks. Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar, fleiri og fleiri halda áfram að senda vopn til Ísraels. Til hvers? Til þess að drepa fleira fólk, drepa fleiri börn. Sömu þjóðir reyna að senda hjálpargögn til Palestínu en Ísraelsmenn koma í veg fyrir að hjálpargögnin komist inn fyrir landamærin. Sameinuðu þjóðirnar fordæma Ísraelsmenn fyrir stríðsglæpi (og ekkert aðildarland hefur farið oftar á svig við ályktanir þaðan). Ásakanir ganga á víxl og tölurnar eru óskiljanlegar. Allt þetta fólk eru tölur í fréttum, mjög líklega rangar tölur, því margir hverjir liggja enn dauðir undir sprengjurústum. Börn finna ekki foreldra, foreldrar finna ekki börn sín. Foreldri gengur með máttlaust barn í sprengjurústum. Á meðan sendum við palestínska flóttamenn úr landi í óvissuástand. Á meðan reka íslensk stjórnvöld langveikan palestínskan dreng úr landi. Íslensk stjórnvöld eins og önnur Vestræn stjórnvöld bregðast Palestínumönnum ítrekað og það er viðbjóðslegt. Ung bróðurbörn mín líta á mig björtum augum og spyrja mig í sífellu „af hverju?" um hvaðeina, örugg í sínu skinni, vernduð af elskandi foreldrum og fjölskyldu og svo óendanlega forvitin um heiminn sem þau eru að uppgötva. Af hverju? Af hverju er himinninn blár, grasið grænt og sólin gul? Ég vildi að ég gæti svarað öllum þeirra spurningum um allt það fallega í heiminum, vonina og kærleikann. Allt þetta sem er þeim svo eðlislægt og ætti að vera okkur mönnunum. Ég vildi að heimurinn væri mér jafn nýr, hlýr og umlykjandi eins og hann er þeim. Af hverju? Af hverju myrðið þið börn, konur, menn? Við hvað erum við hrædd og af hverju erum við hrædd við að gera gott? Af hverju er þjóðarmorðið ekki stöðvað? Af hverju? Hvað óttist þið? Höfundur er skáld og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Suður-Frönsk vinkona mömmu ræddi við okkur á dögunum um síversnandi stjórnmálaástand í Frakklandi vegna kosninganna sem eru nú nýafstaðnar. Vöxtur hægri aflanna og ótti fólks var m.a. í umræðunni. Hún sagði okkur frá viðtali sem einhver fréttastöðin hefði tekið við eldri bónda sem bjó djúpt í próvensalskri sveit. Hann var spurður hvers vegna að hann styddi Le Front National, þ.e. öfga-hægriflokkinn. Hann svaraði því að þetta innflytjendavandamál væri náttúrulega algerlega hræðilegt, innflytjendur væru að taka allt yfir. „Nú?,“ sagði fréttamaðurinn þá og beindi upptökuvélinni að markaðstorginu. „Er mikið af þeim hér?“ Bóndinn neitaði með þjósti og fussaði yfir heimskulegri spurningunni. „Nei auðvitað ekki!“ og hélt áfram að hrista hausinn. „En hvað hræðistu þá?,“ spurði fréttamaðurinn. „Nú, ég hræddur við að verða hræddur,“ svaraði bóndinn. Og þar hitti hann naglann á höfuðið því að ég óttast einnig þennan ótta og hvers hann er megnugur! Vinkona mömmu hló að einfeldni franska bóndans og benti á að í næstu setningu fór bóndinn að ræða að allt væri í niðurníðslu í sveitunum og það sem vantaði fyrst og fremst væri fólk til að blása lífi í sveitirnar. Óttinn er prímus mótor nú eins og fyrir rúmlega 80 árum þegar fasismi og útlendingaandúð reið yfir álfuna. Óttinn stýrir stríðum, hörmungum, ofbeldi og þjóðarmorðum. Nei, ég ber ekki nýjar fréttir né gamlar. Dofin fljótum við að feigðarósi illskunnar en erum aukinheldur með stúkusæti að þjóðarmorði. Dofin segi ég því hvernig er hægt að halda sér vakandi dag eftir dag og horfa upp á morðingja murka lífið úr tveimur milljónum manns? Ég skil vel fólk sem vill ekki hlusta á fréttir, sem lætur eins og þetta sem er að gerast þarna langt í burtu komi okkur ekki við. Því hvernig er hægt að horfa upp á þessa slátrun? Þessa helför sem átti aldrei að endurtaka? Hvernig? Dag eftir dag, klukkustund eftir klukkustund, mínútu fyrir mínútu les ég fréttir af þjóðarmorði Ísraelsmanna á Palestínumönnum. Aldrei hef ég verið jafn meðvituð um stöðu mína, um forréttindi mín en einnig um hve helvíti máttlaus orð mín eða gjörðir eru. Líf mitt og vandamál, allt verður þetta svo lítilmótlegt þegar við horfum upp á barnamorð hvern einasta dag og þá þjóðernishreinsun sem á sér stað NÚNA. Enginn fjölmiðill virðist geta nefnt þessar sögulegu hörmungar réttu nafni. Hver einasti dagur byrjar með frétt um dauða Palestínubúa. Minnst 50 manns dóu í gær 8. júlí. 50 manns. Og ég hvað geri ég? Vakna, fer á fætur, bursta tennur, fer í vinnu, hjóla á kaffihús, kíki í heimsókn, fer í sumarfrí, les fréttir, skoða miðlana og reyni að muna hvað skal sniðganga, hvar ég á að mótmæla. Ég held áfram að gantast við vinina, hjálpa mömmu að flytja. Ég sé snjóinn bráðna, rigninguna rigna, sólina skína, set niður fræ, sé blóm blómstra, les bók, fer í bað, kem úr sumarfríi, fæ flensu, lifi dag eftir dag. Á dagskrá næstu viku verður á dagskrá næstu viku eins og sagði í áramótaskaupinu ´85. Lífið heldur miskunnarlaust áfram og ég er fullkomlega máttvana gagnvart ómennskunni. Á meðan Ísraelsmenn sprengja skóla, sjúkrahús, fæðingardeildir, bókasöfn, verslanir, hver einasti fermetri er ekkert nema rústir einar, hver einasta helvítis gangstétt. Ísraelsmenn skjóta sex ára barn 355 sinnum, myrða starfsmenn Rauða Hálfmánans, blaðamenn, skáld, afhöfða ungabörn, myrða heilu fjölskyldurnar, reka fólk á flótta og sprengja síðan tjaldbúðirnar þeirra. Myrða fólk sem bíður í röðum eftir að fá matarbita, myrða fólkið sem kemur með hjálpargögn til sveltandi fólks. Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar, fleiri og fleiri halda áfram að senda vopn til Ísraels. Til hvers? Til þess að drepa fleira fólk, drepa fleiri börn. Sömu þjóðir reyna að senda hjálpargögn til Palestínu en Ísraelsmenn koma í veg fyrir að hjálpargögnin komist inn fyrir landamærin. Sameinuðu þjóðirnar fordæma Ísraelsmenn fyrir stríðsglæpi (og ekkert aðildarland hefur farið oftar á svig við ályktanir þaðan). Ásakanir ganga á víxl og tölurnar eru óskiljanlegar. Allt þetta fólk eru tölur í fréttum, mjög líklega rangar tölur, því margir hverjir liggja enn dauðir undir sprengjurústum. Börn finna ekki foreldra, foreldrar finna ekki börn sín. Foreldri gengur með máttlaust barn í sprengjurústum. Á meðan sendum við palestínska flóttamenn úr landi í óvissuástand. Á meðan reka íslensk stjórnvöld langveikan palestínskan dreng úr landi. Íslensk stjórnvöld eins og önnur Vestræn stjórnvöld bregðast Palestínumönnum ítrekað og það er viðbjóðslegt. Ung bróðurbörn mín líta á mig björtum augum og spyrja mig í sífellu „af hverju?" um hvaðeina, örugg í sínu skinni, vernduð af elskandi foreldrum og fjölskyldu og svo óendanlega forvitin um heiminn sem þau eru að uppgötva. Af hverju? Af hverju er himinninn blár, grasið grænt og sólin gul? Ég vildi að ég gæti svarað öllum þeirra spurningum um allt það fallega í heiminum, vonina og kærleikann. Allt þetta sem er þeim svo eðlislægt og ætti að vera okkur mönnunum. Ég vildi að heimurinn væri mér jafn nýr, hlýr og umlykjandi eins og hann er þeim. Af hverju? Af hverju myrðið þið börn, konur, menn? Við hvað erum við hrædd og af hverju erum við hrædd við að gera gott? Af hverju er þjóðarmorðið ekki stöðvað? Af hverju? Hvað óttist þið? Höfundur er skáld og þýðandi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun