Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Guðmundur Guðmundsson er í dag þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia Vísir/Vilhelm Enn þann dag í dag er Guðmundi Guðmundssyni þakkað fyrir Ólympíugullið sem hann vann með danska landsliðinu í handbolta árið 2016. Hann segir Íslendinga hins vegar, marga hverja, fljóta að gleyma. Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“ Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Fredericia, starf sem markaði á sínum tíma endurkomu hans til Danmerkur en áður hafði Guðmundur gert góða hluti sem landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins og meðal annars gert liðið að Ólympíumeisturum árið 2016. Árangur sem varð til þess að Guðmundur var sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar. En eins og áður hefur verið greint frá þá gustaði einnig um Íslendinginn í starfi. Ýmislegt gekk á en Guðmundur hefur alltaf fundið fyrir þakklæti í sinn garð fyrir starf sitt með danska landsliðið. Það hlýtur að vera sætt fyrir þig að geta snúið aftur til Danmerkur og stimplað þig inn með þessum hætti á nýjan leik og með því minnt rækilega á þig? „Já það er alveg rétt metið. Hins vegar er það þannig að allan þann tíma sem ég hef starfað í Danmörku hafa Danir tekið mér mjög vel. Enn þann dag í dag er verið að þakka mér fyrir ólympíugullið 2016. Það gerist alls staðar og hvergi. Það getur gerst í miðborg Kaupmannahafnar eða á einhverjum veitingastað eða hvar sem er. Mér hefur oft hlýnað um hjartaræturnar að þeir hafa ekki gleymt því. Hinn almenni Dani hefur alltaf stutt mig og einhvern veginn verið jákvæður í minn garð.“ „Núna er ég kominn til baka og ég skal játa það, því ég hef alltaf verið mjög metnaðarfullur þjálfari, að það er mjög góð tilfinning fyrir mig að sýna mig og sanna. Aftur. Ég skal ekkert leyna því að ég vildi gera vel. Þannig hef ég svo sem alltaf verið. En þetta hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig. Mér finnst líka gott að starfa þarna því mér er sýnd mikil virðing og þá hef ég fengið mikið traust. Það er frábært að starfa við slíkar aðstæður.“ Þú nefnir það sérstaklega að þér sé sýnd mikil virðing. Fannst þér það skorta á einhverjum öðrum stöðum sem þú hefur starfað á? „Já ég myndi segja það. Ég held að Íslendingar mættu stundum hugsa sinn gang með því að gleyma ekki því sem menn hafa gert áður. Það er ríkara í sumum löndum, finnst mér, að menn eru ekki eins fljótir að gleyma og Íslendingar.“
Danski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira