Víða búið að brúa umönnunarbilið Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2024 10:31 Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnaþing vestra Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun