Sterkari grunnskóli með gjaldfrjálsum skólamáltíðum Orri Páll Jóhannsson skrifar 24. júní 2024 14:31 Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Og svo finnst börnum afskaplega mikilvægt að öll börn fái mat. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa verið sérstakt baráttumál okkar Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður flutti þingsályktunartillögu í nóvember síðastliðnum um málið, sem síðan var unnið áfram í innviðaráðuneytinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur og verkað í umhverfis- og samgöngunefnd undir stjórn Bjarna Jónssonar og loks samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní síðastliðinn. Í rannsóknarskýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings um fátækt barna á Íslandi kom fram að ókeypis skólamáltíðir geti skipt sköpum fyrir börn af fátækum heimilum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir munu auka jöfnuð meðal barna, óháð fjárhag foreldra og styðja markmið stjórnvalda um að draga úr fátækt meðal barna. Þá má benda á að ófullnægjandi næring er ein af meginorsökum margra langtímaafleiðinga barnafátæktar. Skortur í bernsku skilar sér út í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og víðar þannig að það er til mikils að vinna að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Norskar rannsóknir á áhrifum endurgjaldslausra skólamáltíða sýna tengsl þeirra og bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að því allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar ekki síst ef matartíminn sjálfur er nýttur betur en nú er. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir geta orðið til þess að hlutverk matmálstíma í skólum snúist ekki bara um að skófla í sig mat á sem stystum tíma heldur verði þeir gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni sem styrkir grunnskólann í heild sinni. Frá og með næsta hausti verður boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Það er vegna þess að um það náðist samstaða á vettvangi aðila vinnumarkaðarins við gerð síðustu kjarasamninga með sterkri aðkomu ríkisins eins og kunnugt er. Þetta er tímabært fyrsta skref í átt að því að skólamáltíðir barna á öllum skólastigum verði gjaldfrjálsar í framtíðinni. Það stuðlar að félagslegu réttlæti í samfélaginu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð njóta skólagöngu sinnar betur. Hollar og næringarríkar skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Börn eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Og svo finnst börnum afskaplega mikilvægt að öll börn fái mat. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa verið sérstakt baráttumál okkar Vinstri grænna. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður flutti þingsályktunartillögu í nóvember síðastliðnum um málið, sem síðan var unnið áfram í innviðaráðuneytinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur og verkað í umhverfis- og samgöngunefnd undir stjórn Bjarna Jónssonar og loks samþykkt sem lög frá Alþingi 22. júní síðastliðinn. Í rannsóknarskýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings um fátækt barna á Íslandi kom fram að ókeypis skólamáltíðir geti skipt sköpum fyrir börn af fátækum heimilum. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir munu auka jöfnuð meðal barna, óháð fjárhag foreldra og styðja markmið stjórnvalda um að draga úr fátækt meðal barna. Þá má benda á að ófullnægjandi næring er ein af meginorsökum margra langtímaafleiðinga barnafátæktar. Skortur í bernsku skilar sér út í heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og víðar þannig að það er til mikils að vinna að reyna að koma í veg fyrir slíkt. Norskar rannsóknir á áhrifum endurgjaldslausra skólamáltíða sýna tengsl þeirra og bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að því allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar ekki síst ef matartíminn sjálfur er nýttur betur en nú er. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir geta orðið til þess að hlutverk matmálstíma í skólum snúist ekki bara um að skófla í sig mat á sem stystum tíma heldur verði þeir gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni sem styrkir grunnskólann í heild sinni. Frá og með næsta hausti verður boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Það er vegna þess að um það náðist samstaða á vettvangi aðila vinnumarkaðarins við gerð síðustu kjarasamninga með sterkri aðkomu ríkisins eins og kunnugt er. Þetta er tímabært fyrsta skref í átt að því að skólamáltíðir barna á öllum skólastigum verði gjaldfrjálsar í framtíðinni. Það stuðlar að félagslegu réttlæti í samfélaginu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð njóta skólagöngu sinnar betur. Hollar og næringarríkar skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Börn eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar