Hvað verður um þau? Birna Þórarinsdóttir skrifar 20. júní 2024 16:00 „Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Félagasamtök Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
„Af hverju eru þau að flýja?“ spurði dóttir mín þegar hún settist hjá mér þar sem ég horfði á fréttaskýringu um hættulega för flóttafólks í gegnum Mexíkó. Ég þurfti að hugsa mig um augnablik – þarna var verið að fjalla um fólk frá Venesúela en líka öllum heiminum sem fór þessa leið í von um að komast til Bandaríkjanna – og ég hugsaði um allar ólíku ástæðurnar fyrir því að fólk leggi allt í sölurnar, yfirgefi allt sem það á og þekkir, og fari í slíka glæfraför með sig og börnin sín. „Vegna þess að það er ekki lengur öruggt fyrir þau heima hjá sér og þau vonast til að finna öryggi og betri framtíð annars staðar,“ svaraði ég svo. Ég mátti þakka fyrir að spurningin var ekki „Hvað verður um þau?“ því þeirri spurningu hefði verið erfiðara að svara. Það er metfjöldi fólks á flótta eða á vergangi í heiminum í dag. Ég gæti fylgt þessari staðhæfingu eftir með tölfræði sem erfitt er að ná utan um eða skilja til hlítar. Fjöldatölur sem skáka íbúafjölda stórra ríkja og prósentuaukningar sem eru í tugum prósenta. Ég ætla að sleppa því hér og einblína þess í stað á stöðu hvers barns sem fyllir upp í súluritin. Barn á flótta, milli landa eða innan eigin landamæra, er barn sem er svipt grunnþörfinni um öryggi. Það er svipt örygginu sem fylgir því að eiga heimili (mörg búa ekki einu sinni í húsum), það missir af tækifærum til menntunar, það missir af reglubundnum bólusetningum, það fær ekki læknismeðferðina sem það þarf, það býr við óöruggt aðgengi að næringu og hreinu vatni og ef það er stöðugt á ferðinni þá gefast fá ef nokkur tækifæri til að gleyma sér í leik – sem er mögulega kjarninn í því að vera barn. Málefni fólks á flótta vega þungt í pólitískri umræðu hér á landi og í nágrannalöndunum og tekist á um reglur sem stýra því hvort og hverjir fái að búa sér og sínum nýja framtíð á griðastað. Það vill þó gleymast í umræðunni að ræða hvernig við tökum utan um þau sem koma hingað og fá leyfi stjórnvalda til að vera áfram. Hvað verður um þau? Samkvæmt tölum Útlendingastofnunar fengu 2.523 börn vernd hjá íslenskum stjórnvöldum á tímabilinu 2016-2023. Þetta er heildartala og tekur því til barna sem hafa komið í boði stjórnvalda, í gegnum fjölskyldusameiningar, í fylgd fjölskyldu eða fylgdarlaus. Öll þessi börn – 2.523 börn – búa nú í íslensku samfélagi og fá tækifæri til að vaxa og þroskast og leika sér hér á landi. Hvað tekur þá við? Hvernig tökum við á móti þeim og fjölskyldum þeirra og styðjum inngildingu þeirra og þátttöku í samfélaginu? Meirihluti þessara barna hefur upplifað áfall eða mörg áföll, skólaganga þeirra hefur verið brokkgeng eða alls engin, þau tala enga íslensku við komuna og eiga enga vini. Mörg glíma við heilsufarsvandamál. Hver ber ábyrgð á því að aðstoða þau? Menntun og heilsuvernd er hlutverk stjórnvalda en þegar kemur að félagslega þættinum þá getum við öll leikið mikilvægt hlutverk. Nýleg doktorsrannsókn Paolu Cardenas við Háskólann í Reykjavík sýndi fram á mikilvægi félagslegs stuðnings við aðlögun, íslenskukunnáttu og geðheilsu barna. Félagslegur stuðningur frá jafnöldrum – þ.e. að eiga vini – tengdist færri einkennum áfallastreitu, eins og kvíða, þunglyndi og hegðunarvanda. Það er því gömul saga og ný að maður er manns gaman. Velmegun barna sem flytjast hingað til lands hangir mikið til á viðmóti samfélagsins til þeirra og fjölskyldna þeirra. Það skiptir máli að sýna aðstæðum þeirra skilning og stuðning. Það skiptir máli að við ræðum við börnin okkar um viðmót gagnvart nýjum börnum í hópnum og hvetjum til leiks og samveru – og að við foreldrarnir tengjumst böndum. Öll börn eiga skilið sömu tækifæri til lífs, verndar og velferðar. Þau börn sem hingað hafa flúið og fengið vernd eru nú í okkar umsjá. Hvað verður um þau? Grein þessi er rituð í tilefni af alþjóðadegi fólks á flótta, 20. júní. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun