Með lygum skal land byggja Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun