Tökum Viktor á þetta og enn lengra Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 17. júní 2024 10:30 Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun