Vetur að vori - stuðningur eftir óveður Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2024 16:31 Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Stjórnsýsla Mest lesið Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Leikið með leikskóla Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum gekk yfir mikill veðurofsi á Norðurlandi með miklum snjó sem víða hefur valdið margskonar tjóni. Nú þegar veðrinu hefur slotað og snjórinn er farinn að bráðna blasir við gríðarlegt tjón af völdum þessa „auka veturs“ sem dundi á strax eftir sauðburð. Til að bregðast við afleiðingum kuldatíðarinnar hef ég sett á laggirnar vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjónsins til lengri tíma og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við bændur vegna þess. Hópurinn fundar þétt og heldur vel utan um stöðu mála. Nú þegar er ljóst að búfénaður hefur drepist, lömb gengið undan, borið hefur á veikindum eins og júgurbólgu, kal er á túnum og slætti mun seinka. Þá hefur ræktarland undir garðyrkju einnig hlotið skaða af veðurofsanum og æðarvarp víða ónýtt. Önnur áhrif kuldakastsins koma ekki fyllilega í ljós fyrr en seinna. Í sláturtíð haustsins er viðbúið að færri lömb skili sér í hús, fallþungi verði lægri og uppskerubrestur verði í grænmetisrækt. Þessi atriði hafa auðvitað áhrif á afkomu bænda. Á haustmánuðum skýrist myndin hvað þessa þætti varðar og unnt verður að leggja mat á langtímaáhrif veðursins. Hér eftir sem hingað til munum við standa við bakið á bændum. Myndin hefur verið að skýrast vegna kaltjóns á ræktarlöndum og hefur Bjargráðasjóður samþykkt verklag vegna afgreiðslu styrkumsókna vegna slíkra tjóna. Ég hvet bændur til að kynna sér það verklag vel, en skrá þarf tjón á Bændatorginu. Bjargráðasjóður mun koma til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey á þessu ári af völdum uppskerubrests vegna kaltjóna. Það verður gert með sama hætti og í sambærilegum tjónum 2013 og 2020. Fyrir liggur, samkvæmt minnisblaði sem ég lagði fyrir ríkisstjórn, að farið verður fram á aukafjárveitingu til sjóðsins til að mæta tjóninu þegar það verður að fullu ljóst. Þá er verið að leita leiða til að skrá annað tjón vegna veðursins með sem einföldustum hætti og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar en ég hvet bændur til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins. Saman munum við hjálpast að við að vinna vel úr þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar áföll sem þessi hafa dunið yfir situr fólk eftir í óvissunni. Ég tel mikilvægt að við göngum skörulega fram í þessum efnum og eyðum henni. Ég hvet bændur til þess að hlúa að sér og kynna sér verkefni á borð við bændageð sem Bændasamtök Íslands standa fyrir. Það er í forgrunni að ná utan um ástandið og ég stend heilshugar með bændum og mun fylgjast vel þróun mála. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar