Úr buffi í klút Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:01 Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun