Þegar hríðinni slotar Ásta F. Flosadóttir skrifar 13. júní 2024 13:30 Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Veður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Júníbyrjun hefur verið bændum og búaliði erfið. Fordæmalaust vetrarveður í júní, norðan krapahríð og snjór á Norðurlandi, kuldabeljandi og rok í öðrum landshlutum. Veðurspáin var snemma orðin slæm, lægð komandi langt norðan úr höfum, trillaði sér niður kortið, dýpkaði og settist að við Melrakkasléttu. Að vetri til hefði þetta boðað norðan stórhríð upp á gamla mátann. Það versta við þessa veðurspá var að hún rættist. Ekki þarf að tíunda áhrif þessa á bændur, sem eiga allt sitt undir dutlungum veðurfarsins. Það veldur miklu álagi að hafa takmarkaða stjórn á starfsaðstæðum sínum. Við getum ekki stjórnað veðrinu, við getum bara stjórnað eigin viðbrögðum við því. Og menn eru kannski ekki í sínu besta formi til að bregðast við, rétt staðnir upp úr þeirri miklu vinnutörn sem sauðburður er. Það var harður biti að kyngja að trúa veðurspánni. Óhjákvæmilega varð tjón. Sumir urðu fyrir meira tjóni en aðrir, en heildarumfangið hjá sauðfjárbændum kemur ekki í ljós fyrr en fé kemur af fjalli í haust. Tjón á ræktarlandi og æðarvörpum verður hægt að meta fyrr. En peningar eru ekki allt. Bændasamtökin hafa staðið fyrir verkefninu „Bændageð” til að vekja bændur til meðvitundar um andlega heilsu. Í kjölfar áfalla í búrekstrinum en enn mikilvægara að huga að andlegri vellíðan. Þar eru grundvallarþættir að sofa vel, nærast vel og styrkja ástvinatengsl. Faðmlag, símtal, umhyggja. Þessir litlu hlutir eru nefnilega stórir og dýrmætir, skipta sköpum. Þetta er stuðningur sem allir eru færir um að veita. Er einhver í þínu nágrenni sem þarf á stuðningi að halda? Höfundur er sauðfjárbóndi og stjórnarmaður í deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar