Allt það helsta með einum smelli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júní 2024 08:31 Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun