Allt það helsta með einum smelli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júní 2024 08:31 Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun