Allt það helsta með einum smelli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júní 2024 08:31 Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun