Allt það helsta með einum smelli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júní 2024 08:31 Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun