Eltihrellirinn höfðar mál gegn Netflix Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2024 09:12 Fiona Harvey hefur áður talað um reynslu sína með Gadd í fjölmiðlum. Vísir/Samsett Skosk kona sem segist vera innblásturinn að eltihrellinum Mörthu Scott í vinsælu þáttunum Baby Reindeer úr smiðju Netflix hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni. Hún krefst 170 milljóna dala í skaðabætur sem nemur um 24 milljörðum íslenskra króna. Málið var lagt fram í Kaliforníu í gær. Fiona Harvey sakar Netflix meðal annars um ærumeiðingar Þáttaröðin, sem hefur notið mikilla vinsælda, er skrifuð af Richard Gadd og byggir að hans sögn á sannri sögu. Fiona Harvey hefur áður ratað í fjölmiðla og neitað því að vera eltihrellir. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi Harvey sent honum ríflega 41 þúsund töluvpósta, tekið up 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Harvey neitar þessu. Í málshöfðuninni segir að Netflix og Richard Gadd, sem skrifaði og fer með aðalhlutverk þáttaraðanna, hafi eyðilagt orðspor og líf Harvey. Hún segist hafa fengið fjölda líflátshótana síðan þáttaröðin kom út í apríl síðastliðnum. „Hinir stefndu sögðu þessar lygar og hættu ekki, því það var betri saga en sannleikurinn, og betri sögur græða peninga,“ segir í málshöfðuninnni. „Við ætlumst að verjast þessu máli af fullum krafti og stöndum með rétti Gadd til að segja þessa sögu,“ segir talsmaður Netflix í fréttayfirlýsingu. Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Málið var lagt fram í Kaliforníu í gær. Fiona Harvey sakar Netflix meðal annars um ærumeiðingar Þáttaröðin, sem hefur notið mikilla vinsælda, er skrifuð af Richard Gadd og byggir að hans sögn á sannri sögu. Fiona Harvey hefur áður ratað í fjölmiðla og neitað því að vera eltihrellir. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi Harvey sent honum ríflega 41 þúsund töluvpósta, tekið up 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Harvey neitar þessu. Í málshöfðuninni segir að Netflix og Richard Gadd, sem skrifaði og fer með aðalhlutverk þáttaraðanna, hafi eyðilagt orðspor og líf Harvey. Hún segist hafa fengið fjölda líflátshótana síðan þáttaröðin kom út í apríl síðastliðnum. „Hinir stefndu sögðu þessar lygar og hættu ekki, því það var betri saga en sannleikurinn, og betri sögur græða peninga,“ segir í málshöfðuninnni. „Við ætlumst að verjast þessu máli af fullum krafti og stöndum með rétti Gadd til að segja þessa sögu,“ segir talsmaður Netflix í fréttayfirlýsingu.
Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein