Miklar breytingar framundan á bílum í Formúlu 1 Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 17:30 Breytingar á reglugerð bílasmiða mun taka gildi keppnistímabilið 2026. x / @fia Alþjóðakstursíþróttasambandið, FIA, hefur kynnt reglubreytingar á bílasmíðum í Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Bílar verða smærri, léttari, liprari og munu ganga fyrir allt að helmings raforkuafli. Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist. Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér. -30kg, -10cm width, -20cm wheel base, the 2026 Formula 1 car will be lighter, smaller and more nimble than its predecessor! 🏎️Go more in depth into the 2026 FIA Formula 1 Technical Regulation on FIA YouTube channel ➡️ https://t.co/v8lwl0CRwN#FIA @F1 pic.twitter.com/QsoVappCAp— FIA (@fia) June 6, 2024 Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða. The new blueprint of the 2026 FIA Formula 1 car through every angle 🏎️✨ This concept and the 2026 FIA Formula 1 regulations are set to redefine speed, performance, sustainability and safety on track.Get all the info on https://t.co/vRtFSSO8ua@F1 #FIA pic.twitter.com/FJqSLc4NUS— FIA (@fia) June 6, 2024 Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum. Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda. „Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA. Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglugerðum verða bílarnir 30 kílógrömmum léttari en áður, 10 sentimetrum mjórri með 20 sentimetra mjórra hjólhaf og vélar sem keyra á allt að 50 prósent rafmagni. Nýir rafgeymar verða þrefalt öflugri en áður þekkist. Heildarbreytingar og alla reglugerð FIA má sjá hér. -30kg, -10cm width, -20cm wheel base, the 2026 Formula 1 car will be lighter, smaller and more nimble than its predecessor! 🏎️Go more in depth into the 2026 FIA Formula 1 Technical Regulation on FIA YouTube channel ➡️ https://t.co/v8lwl0CRwN#FIA @F1 pic.twitter.com/QsoVappCAp— FIA (@fia) June 6, 2024 Framúrtökur verða gerðar auðveldari með aukinni spyrnu sem öflugri rafgeymar bjóða upp á. Þá verða bílarnir útbúnir hliðarvængjum sem opnast á beinni braut til að minnka loftmótstöðu en lokast í beygjum til að auka hraða. The new blueprint of the 2026 FIA Formula 1 car through every angle 🏎️✨ This concept and the 2026 FIA Formula 1 regulations are set to redefine speed, performance, sustainability and safety on track.Get all the info on https://t.co/vRtFSSO8ua@F1 #FIA pic.twitter.com/FJqSLc4NUS— FIA (@fia) June 6, 2024 Þessar breytingar hafa vakið áhuga Audi, ásamt því að endurvekja áhuga Honda á bílasmíðum. Það verða því alls sex bílasmiðir í Formúlu 1 frá og með 2026; Mercedes, Ferrari, Renault, Red Bull, Audi og Honda. „Í dag er FIA að skilgreina gríðarspennandi framtíð í akstursíþróttum. Samhliða liðunum í Formúlu 1 og með aðstoð þeirra munum við endurskilgreina íþróttina og sjá til þess að hún haldi enn betur velli í nútímaheimi,“ sagði Mohamed Ben Sulayem forseti FIA.
Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira