Fljótum við enn sofandi að feigðarósi? Erla Björnsdóttir skrifar 6. júní 2024 17:30 Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun