Wolt tekur hlutverk sitt á Íslandi alvarlega Elisabeth Stenersen skrifar 6. júní 2024 14:31 Í aðsendri grein á Visir og aftur á Stöð 2 fjölluðu Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir hjá ASÍ um alvarlegar ásakanir sem beint er að Wolt. Þessum ásökunum getum við ekki látið ósvarað. Þegar vinsælli þjónustu Wolt er hleypt af stokkunum í nýju landi þá kynnum við okkur aðstæður áður. Við kynnum okkur lög og reglur einnig og leggjum okkur fram við að kynnast fólkinu fremur en að byggja á einhverju sem okkur er sagt að sé „sannleikur“. Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir ættu einnig að gera þetta áður en þau ásaka einhvern um að koma sér undan ábyrgð. Sérstaklega ættu þau að huga að þessu þar sem þau skrifa í umboði og krafti ASÍ. Þegar við hleyptum þjónustu okkar af stokkunum á Íslandi í maí 2023 þá hittum við ASÍ og kynntum viðskiptamódel okkar fyrir þeim. Við buðum þeim einnig að hitta okkur eftir nokkra mánaða rekstur, þegar við hefðum raungögn um reksturinn á Íslandi, til að sýna þeim hvað við erum raunverulega að greiða samstarfsaðilum okkar, sendlunum. Þau hafa ekki þegið það boð okkar og velja frekar að setja fram órökstuddar ásakanir um að við bjóðum ekki sómasamlega þóknun. Boðið til ASÍ stendur hins vegar ennþá og við viljum mjög gjarnan hitta Halldór og Sögu og kynna fyrir þeim hverjar staðreyndir málsins eru. Við erum fullkomlega sammála því að heimsendingargjaldið sem viðskiptavinir greiða fyrir að fá hamborgara eða pizzu senda heim – í allskonar veðrum – er lágt. En það sem viðskiptavinurinn greiðir fyrir heimsendinguna er EKKI eina greiðslan sem sendilinn fær. Á meðan viðskiptavinur okkar greiðir yfirleitt á milli 499kr til 1499kr fyrir sendingu er meðal greiðsla til sendils 1720kr. Enginn verður ríkur af því að starfa sem sendill en tekjurnar eru gagnsæjar og sanngjarnar og nógu háar til þess að sumir sendlar velja frekar að sendast en að sinna öðrum hlutastörfum. Hvert verkefni er boðið með upplýsingum um upphæð þóknunarinnar fyrirfram. Sendillinn getur samþykkt eða hafnað hverri sendingu, án nokkurra vandkvæða eða afleiðinga og njóta sjálfræðis í sínu verkefnavali. Ef við greiddum ekki viðunandi þóknun fyrir sendingar þá myndi enginn vilja sendast fyrir okkur. Við eigum í viðskiptasambandi við mörg hundruð virkra sendla og enn stærri hópur vill bætast við. Um 80% af íslenskum sendlum okkar stunda þessa vinnu sem aukastarf til viðbótar við fullt starf og 10% þeirra eru námsfólk. Meðal sendillinn vinnur í 80 stundir á mánuði og starfsánægja er mikil. Ástæða þess að við notum sjálfstæða verktaka er sú að það fyrirkomulag býður upp á mikinn sveigjanleika. Fyrir Wolt er auðvelt að bæta við nýjum heimsendingarsvæðum með þessu kerfi þar sem við fáum sendla á staðnum í verkefnin og fjölgum þeim þegar sendingum fjölgar (eins og við höfum gert á Íslandi). Við getum auðveldlega náð í fleiri sendla í gegnum vefinn til að afhenda þegar er rigning eða á laugardögum þegar mikið er að gera. Þegar eftirspurnin er mikil eða aðstæður erfiðar fá sendlarnir hærri þóknun. Samstarfsaðilar okkar kunna að meta þennan sveigjanleika, að geta unnið þegar þeim sýnist. Það eru engar vaktir, engir mælingar á skilvirkni, enginn fastur mætingartími eða neikvæðar afleiðingar ef einhver mætir ekki einn daginn. Til viðbótar þá þéna sendlarnir oft betur en í sínum venjulegu störfum, jafnvel þegar annar kostnaður er tekinn inn í myndina. Þegar við hittum ASÍ á síðasta ári báðum við sérstaklega um samvinnu við gerð samninga fyrir sjálfstæða verktaka í þeim tilgangi að bæta aðstæður og tryggja réttindi þeirra. Okkur var hins vegar mætt af áhugaleysi og ASÍ hefur síðan þá ekki svarað beiðnum okkar um frekara samtal. Það er að okkar mati sérstakt að þau snúi sér frekar að því að ráðast á Wolt í fjölmiðlum. Ef ASÍ hefur hins vegar skipt um skoðun þá erum við að sjálfsögðu ánægð með það og tökum vel í frekara samtal um samningagerð. Dyr okkar eru alltaf opnar. Íslendingar hafa tekið mjög vel á móti Wolt. Með starfsemi á fjórum svæðum hafa 70% Íslendingar aðgengi að hraðri heimsendingu. Í gegnum Wolt þjónustuna hafa fyrirtæki á þessum svæðum getað bætt við milljörðum króna við tekjur sínar á sama tíma og vöxtur þeirra á sér fáar hliðstæður. Þannig hafa þessi fyrirtæki vaxið og aukið skilvirkni sína í rekstarumhverfi sem hefur undanfarin ár reynst meiriháttar áskorun. Á sama tíma hefur Wolt boðið sveigjanleika og ágætar tekjur fyrir fólk af öllum aldri og með mjög ólíkan bakgrunn á Íslandi. Wolt er alvöru fyrirtæki, en þótt við tökum okkur sjálf ekki mjög alvarlega þá er okkur fúlasta alvara þegar kemur að því að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt viðskiptaumhverfi þar sem við fylgjum öllum lögum og reglum svæðisins. Við trúum á sanngirni, gagnsæi og samstarf. Við vonum að ASÍ sé sama sinnis. Höfundur er framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Matur Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein á Visir og aftur á Stöð 2 fjölluðu Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir hjá ASÍ um alvarlegar ásakanir sem beint er að Wolt. Þessum ásökunum getum við ekki látið ósvarað. Þegar vinsælli þjónustu Wolt er hleypt af stokkunum í nýju landi þá kynnum við okkur aðstæður áður. Við kynnum okkur lög og reglur einnig og leggjum okkur fram við að kynnast fólkinu fremur en að byggja á einhverju sem okkur er sagt að sé „sannleikur“. Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir ættu einnig að gera þetta áður en þau ásaka einhvern um að koma sér undan ábyrgð. Sérstaklega ættu þau að huga að þessu þar sem þau skrifa í umboði og krafti ASÍ. Þegar við hleyptum þjónustu okkar af stokkunum á Íslandi í maí 2023 þá hittum við ASÍ og kynntum viðskiptamódel okkar fyrir þeim. Við buðum þeim einnig að hitta okkur eftir nokkra mánaða rekstur, þegar við hefðum raungögn um reksturinn á Íslandi, til að sýna þeim hvað við erum raunverulega að greiða samstarfsaðilum okkar, sendlunum. Þau hafa ekki þegið það boð okkar og velja frekar að setja fram órökstuddar ásakanir um að við bjóðum ekki sómasamlega þóknun. Boðið til ASÍ stendur hins vegar ennþá og við viljum mjög gjarnan hitta Halldór og Sögu og kynna fyrir þeim hverjar staðreyndir málsins eru. Við erum fullkomlega sammála því að heimsendingargjaldið sem viðskiptavinir greiða fyrir að fá hamborgara eða pizzu senda heim – í allskonar veðrum – er lágt. En það sem viðskiptavinurinn greiðir fyrir heimsendinguna er EKKI eina greiðslan sem sendilinn fær. Á meðan viðskiptavinur okkar greiðir yfirleitt á milli 499kr til 1499kr fyrir sendingu er meðal greiðsla til sendils 1720kr. Enginn verður ríkur af því að starfa sem sendill en tekjurnar eru gagnsæjar og sanngjarnar og nógu háar til þess að sumir sendlar velja frekar að sendast en að sinna öðrum hlutastörfum. Hvert verkefni er boðið með upplýsingum um upphæð þóknunarinnar fyrirfram. Sendillinn getur samþykkt eða hafnað hverri sendingu, án nokkurra vandkvæða eða afleiðinga og njóta sjálfræðis í sínu verkefnavali. Ef við greiddum ekki viðunandi þóknun fyrir sendingar þá myndi enginn vilja sendast fyrir okkur. Við eigum í viðskiptasambandi við mörg hundruð virkra sendla og enn stærri hópur vill bætast við. Um 80% af íslenskum sendlum okkar stunda þessa vinnu sem aukastarf til viðbótar við fullt starf og 10% þeirra eru námsfólk. Meðal sendillinn vinnur í 80 stundir á mánuði og starfsánægja er mikil. Ástæða þess að við notum sjálfstæða verktaka er sú að það fyrirkomulag býður upp á mikinn sveigjanleika. Fyrir Wolt er auðvelt að bæta við nýjum heimsendingarsvæðum með þessu kerfi þar sem við fáum sendla á staðnum í verkefnin og fjölgum þeim þegar sendingum fjölgar (eins og við höfum gert á Íslandi). Við getum auðveldlega náð í fleiri sendla í gegnum vefinn til að afhenda þegar er rigning eða á laugardögum þegar mikið er að gera. Þegar eftirspurnin er mikil eða aðstæður erfiðar fá sendlarnir hærri þóknun. Samstarfsaðilar okkar kunna að meta þennan sveigjanleika, að geta unnið þegar þeim sýnist. Það eru engar vaktir, engir mælingar á skilvirkni, enginn fastur mætingartími eða neikvæðar afleiðingar ef einhver mætir ekki einn daginn. Til viðbótar þá þéna sendlarnir oft betur en í sínum venjulegu störfum, jafnvel þegar annar kostnaður er tekinn inn í myndina. Þegar við hittum ASÍ á síðasta ári báðum við sérstaklega um samvinnu við gerð samninga fyrir sjálfstæða verktaka í þeim tilgangi að bæta aðstæður og tryggja réttindi þeirra. Okkur var hins vegar mætt af áhugaleysi og ASÍ hefur síðan þá ekki svarað beiðnum okkar um frekara samtal. Það er að okkar mati sérstakt að þau snúi sér frekar að því að ráðast á Wolt í fjölmiðlum. Ef ASÍ hefur hins vegar skipt um skoðun þá erum við að sjálfsögðu ánægð með það og tökum vel í frekara samtal um samningagerð. Dyr okkar eru alltaf opnar. Íslendingar hafa tekið mjög vel á móti Wolt. Með starfsemi á fjórum svæðum hafa 70% Íslendingar aðgengi að hraðri heimsendingu. Í gegnum Wolt þjónustuna hafa fyrirtæki á þessum svæðum getað bætt við milljörðum króna við tekjur sínar á sama tíma og vöxtur þeirra á sér fáar hliðstæður. Þannig hafa þessi fyrirtæki vaxið og aukið skilvirkni sína í rekstarumhverfi sem hefur undanfarin ár reynst meiriháttar áskorun. Á sama tíma hefur Wolt boðið sveigjanleika og ágætar tekjur fyrir fólk af öllum aldri og með mjög ólíkan bakgrunn á Íslandi. Wolt er alvöru fyrirtæki, en þótt við tökum okkur sjálf ekki mjög alvarlega þá er okkur fúlasta alvara þegar kemur að því að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt viðskiptaumhverfi þar sem við fylgjum öllum lögum og reglum svæðisins. Við trúum á sanngirni, gagnsæi og samstarf. Við vonum að ASÍ sé sama sinnis. Höfundur er framkvæmdastjóri Wolt á Íslandi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun