Hvað skiptir þig máli? Einföld leið til að bæta heilbrigðisþjónustu Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 6. júní 2024 11:30 Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun